Fór á kajak
Mynd / Aðsend
Fólkið sem erfir landið 7. september

Fór á kajak

Tara Kristín er 11 ára fótboltastelpa sem fæddist á Ísafirði í maí árið 2009. Tara Kristín bjó á Patreksfirði fyrstu 7 árin en hefur síðan búið á Bifröst, í Kaup­mannahöfn og er nú nýflutt til Reykjavíkur.

Tara Kristín er listræn og hefur gaman af því að teikna og mála og eru ófá verkin eftir hana á heimilinu. Hún er elst fjögurra systkina sem getur stundum tekið á en að hennar sögn er það nú samt oftast gaman.

Nafn: Tara Kristín Aronsdóttir.

Aldur: 11 ára.

Stjörnumerki: Naut.

Búseta: Reykjavík.

Skóli: Háteigsskóli.

Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, sund og frímínútur.

Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Köttur.

Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur.

Uppáhaldshljómsveit: Hatari.

Uppáhaldskvikmynd: Mean Girls.

Fyrsta minning þín? Þegar við fjölskyldan og amma Stína gistum á Laxárbakka á meðan við biðum eftir því að Emil Tindri, yngri bróðir minn, fæddist.

Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð­færi? Ég æfi fótbolta og spilaði einu sinni á píanó.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að vinna í fatabúð þegar ég verð stór.

Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það er að fara í stærstu vatnsrennibrautina í Lalandia í Danmörku.

Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég er búin að gera margt skemmtilegt. Ég fór vestur á Patró en þar fór ég til dæmis á kajak, í sund og fékk síðan að vera ein hjá Diddu frænku í nokkra daga.

Næst » Ég skora á vin minn, Guðna Geir, að svara næst.

Æfi sund og spila á gítar
Fólkið sem erfir landið 7. október

Æfi sund og spila á gítar

Sigrún Halla Olgeirsdóttir er 12 ára. Hún á einn bróður sem er þremur árum yngri...

Fór á kajak
Fólkið sem erfir landið 7. september

Fór á kajak

Tara Kristín er 11 ára fótboltastelpa sem fæddist á Ísafirði í maí árið 2009. Ta...

Ugla er auðvitað uppáhaldsdýrið
Fólkið sem erfir landið 14. ágúst

Ugla er auðvitað uppáhaldsdýrið

Hrafn Sölvi Vignisson er 8 ára fjörkálfur sem fæddist í Reykjavík, bjó fyrstu 4 ...

Hundar, hestar, kanínur og geitur
Fólkið sem erfir landið 22. júlí

Hundar, hestar, kanínur og geitur

Sigurbjörg Svandís Guttorms­dóttir býr í Grænumýri með foreldrum sínum og þremur...

Bóndi, smiður og vélvirki
Fólkið sem erfir landið 10. júlí

Bóndi, smiður og vélvirki

Friðrik Logi er 10 ára og hefur búið víða en finnst hvergi betra að vera en heim...

Þegar ég fór fyrst á hestbak
Fólkið sem erfir landið 1. júlí

Þegar ég fór fyrst á hestbak

Sigurbjörg Inga býr í Stóru-Gröf syðri í Skagafirði ásamt foreldrum sínum og tve...

Kýr og apar
Fólkið sem erfir landið 3. júní

Kýr og apar

Ólöf Helga býr á Grófargili við Varmahlíð í Skagafirði ásamt foreldrum sínum og ...

Grillað kjöt best
Fólkið sem erfir landið 16. apríl

Grillað kjöt best

Jón Trausti býr á Ytra-Vatni í Skagafirði ásamt foreldrum sínum og systkinum.