Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Ytra-Vallholt
Bóndinn 30. október 2014

Ytra-Vallholt

Núverandi ábúendur tóku við búi af foreldrum Hörpu 1999. Fénu var fjölgað og gömlu minkabúi, sem til var, breytt í fjárhús til viðbótar við 300 kinda hús sem fyrir voru.

Verið er að byggja aðeins í við þannig að fénu mun líklega  fjölga eitthvað á næstunni.

Býli:  Ytra-Vallholt.

Staðsett í sveit: Fyrrverandi Seyluhreppi í núverandi Sveitar­félaginu Skagafirði.

Ábúendur: Björn Grétar Friðriksson  og Harpa Hrund Hafsteinsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Friðrik Snær, 13 ára, Hafsteinn Máni, 11 ára og Birta Lind, 2 ára.

Stærð jarðar? Um 250 ha.

Gerð bús? Blandað bú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 600 kindur, 50 hross, 2 hundar, 3 kettir og 3 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Mjög misjafnt eftir árstíðum. Á veturna eru það gjafir og tamningar sem taka mestan tímann, á sumrin heyskapur og önnur tilfallandi verk.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn skemmtilegastur en biluð tæki og skítmokstur leiðinlegast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Vonandi svipaður nema betra fé og betri hross.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru bara í góðu gengi.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Bara vel enda verið að framleiða úrvals vöru.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjöt og mjólkurvörur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur og rabarbara­sulta.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Mjög misjafnt eftir heimilismeðlimum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar fyrsta hrossið okkar fór í fyrstu verðlaun. Búin að eignast mörg fyrstu verðlauna-hross síðan en það toppar ekkert gleðina yfir þessu fyrsta.

5 myndir:

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...