Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vaðbrekka
Mynd / Úr einkasafni
Bóndinn 30. nóvember 2017

Vaðbrekka

Langafi og -amma Aðalsteins Sigurðarsonar í Vaðbrekku keyptu jörðina árið 1922 og bjuggu hér í 50 ár. Svo tók afi hans við og svo pabbi hans og svo hann sjálfur frá árinu 2014.Hann er því fjórði ættliður sem býr þar. 
 
Býli:  Vaðbrekka.
 
Staðsett í sveit: Vaðbrekka stendur í 400 metra hæð yfir sjó í Hrafnkelsdal sem gengur suður úr Jökuldal ofanverðum á Fljótsdalshéraði. 
 
Ábúendur: Eyrún Harpa Eyfells Eyjólfsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Erum tvö og eigum von á barni í febrúar. Eigum einnig hundinn Dimmalimm.
 
Stærð jarðar?  Jörðin er eitthvað um 6.600 hektarar.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Eingöngu sauðfé, 405 hausar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þetta er alveg einkennileg spurning því hefðbundinn vinnudagur er ekki til, en hann byrjar snemma og endar seint. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður og smalamennskur eru skemmtilegust og skítmokstur það leiðinlegasta.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sjáum þetta fyrir okkur í svipuðum sniðum og þetta er núna í; kringum 400 kindur og hefðbundinn sauðfjárbúskapur. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Betur má ef duga skal.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Held að helstu tækifærin felist í því að selja búvörur á minni kjötkaupmenn um allan heim, til að ná til fleira fólks sem vill kaupa dýrara kjöt af kjötkaupmanninum á horninu.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur og meira smjör.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimareykt bjúgu með smjöri.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Mjög eftirminnilegt að geta hafið heyskap um miðjan júlí í sumar, sem er tveimur vikum fyrr en í venjulegu árferði.
 
 
Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...