Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stóri-Kroppur.
Stóri-Kroppur.
Bóndinn 19. júlí 2017

Stóri-Kroppur

Kristín og Eugen sáu Stóra-Kropp á ferð um landið og féllu algjörlega fyrir staðnum. 
 
Býli:  Stóri-Kroppur.
 
Staðsett í sveit: Reykholtsdal í Borgarfirði.
 
Ábúendur: Eigendur eru Kristín Hjörleifsdóttir Steiner og Eugen Steiner. Bústjóri er Bryndís Brynjólfsdóttir.
 
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Kristín og Eugen eiga þrjú börn: Hrafn, Svövu og Emblu. Á bænum eru kettirnir Lilli litli og Tímon.
 
Stærð jarðar?  239 hektarar.
 
Gerð bús? Ferðaþjónusta og hrossarækt.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 50 hross og 2 kettir.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Ávallt byrjað á að gefa hestunum og köttunum sem láta alveg vita ef ekki er búið að bæta í dallinn þeirra. 
Svo spilast dagurinn bara dálítið eftir verkefnum. Girðingar, viðgerðir, ferðamenn, hestastúss og hugsa um að halda öllu snyrtilegu. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Alltaf gaman að sjá folöldin fæðast og líka þegar gefið er útigang í vondum veðrum hvað þau verða kát, finnst bara öll bústörf skemmtileg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Bara svona svipað og í dag, ferðaþjónusta og hross. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mættu oft vera snarpari.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Mjög vel ef rétt er á málum haldið.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Hreinleiki íslenskra afurða.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, kartöflur og kjöt.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Get nú ekki tekið eitt fram yfir annað. Finnst alltaf frábært þegar ungviðið fæðist. Svo finnst okkur stórkostlegt að Faxagleðin er haldin hjá okkur í ágúst sem er firmakeppni hestamannafélagsins Faxa þar sem fólkið kemur ríðandi og það er keppt og svo grillum við saman og höfum gaman.
Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...