Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Pétursey 1
Bóndinn 20. júlí 2020

Pétursey 1

Magnús Örn Sigurjónsson stendur að búrekstrinum í dag á bænum Pétursey 1 og er þar sjötti ættliðurinn sem stundar búskap á jörðinni.  
 
Býli: Pétursey 1.
 
Staðsett í sveit:  Mýrdalshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Magnús Örn Sigur­jóns­son og móðir hans, Kristín Magnúsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Á bænum búa ásamt Magnúsi, afi hans og amma, Eyjólfur Sigurjónsson og Erna Ólafsdóttir. Föðurbróðir, Pétur Eyjólfsson. Foreldrar, Sigurjón Eyjólfsson og Kristín Magnúsdóttir, og yngri bróðir, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson. Kötturinn Grettir, hundarnir Loppa og Bangsi. 
 
Stærð jarðar?  490 hektarar ásamt óskiptu heiðarlandi með öðrum Péturseyjarbæjum.
 
Gerð bús? Kúabú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Mjólkurkýr og naut. Samtals um 110 nautgripir og fáeinar kindur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á morgunmjöltum um kl. 6.30 og lýkur um kl. 19.00,  þegar ekki er verið í heyskap eða jarðvinnslu. Þess á milli er unnið við ýmis önnur bústörf. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að vera í heyskap á góðum sumardegi eða jarðvinnsla á vorin. Leiðinlegast er að gera við flórsköfurnar í fjósinu.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en með fleiri nautgripum og meiri kornrækt.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Ég hugsa að mikil tækifæri séu í íslenskri kornrækt
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, rjómi og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautasteik.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þegar nýja kálfa- og kvíguaðstaðan var tekin í notkun.
Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...