Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Laugardalshólar
Mynd / úr einkasafni
Bóndinn 24. október 2019

Laugardalshólar

Ábúendur á Laugardalshólum flytja þangað árið 1998 og koma inn í búskapinn.

Þá voru þau bara með sauðfé og hross. Haustið 2016 var byrjað á endurbótum á fjósi og því breytt í kálfafjós og fyrstu kálfarnir settir þar inn vorið 2017.

Þau eru að standsetja verslun í bílskúrnum hjá sér og munu þar selja vörur beint frá býli, vonandi nú í október.

Sama ætt hefur búið á Laugardalshólum síðan um árið 1710.

Býli: Bærinn heitir Laugardalshólar. 

Staðsett í sveit: Í Laugardal í Bláskógabyggð.

Ábúendur: Ábúendur eru Jóhann Gunnar Friðgeirsson og Heiða Björg Hreinsdóttir. Einnig býr þar Friðgeir Smári Stefánsson sem er faðir Jóhanns.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum 5 börn, 4 dætur og son sem býr hér ásamt unnustu og 2 börnum þeirra. Tvær dætur eru ennþá heima og eldri tvær stunda nám í HÍ og búa í Mosfellsbæ.

Stærð jarðar? Jörðin er um 1.200 ha.

Gerð bús? Nautaeldi, sauð­fjár­búskapur.

Fjöldi búfjár og tegundir? 105 nautgripir, 100 vetrarfóðraðar kindur og 25 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Gegningar byrja klukkan sex á morgnana og svo klukkan átta fer Jóhann að vinna í múrverki, hann er múrarameistari með eigið fyrirtæki.
Svo eru gegningar aftur seinni­partinn. Friðgeir og Heiða vinna ýmis störf sem til falla yfir daginn, mismunandi eftir árstíðum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest verk skemmtileg en upp úr standa sauðburður, smalamennskur og fjárrag á haustin.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sjáum fyrir okkur að við verðum búin að bæta í nautgriparæktina en svipaður fjöldi verður vonandi af sauðfé.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þakklát því fólki sem gefur sér tíma að vinna að þeim málum.

Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Vel, sjáum fullt af tækifærum fyrir íslenskan landbúnað í framtíðinni.

Hvar teljið þið að helstu tæki­færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjötið og mjólkur­vörurnar.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, egg, ostur, skyr og rjómi.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjötið og grillaðir hamborgarar.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er líklega þegar kom að þeim tímapunkti að setja fyrstu kálfana okkar í nýuppgert fjósið.

Friðgeir Smári Stefánsson.

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...