Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kolbeinsá 1
Bóndinn 3. október 2022

Kolbeinsá 1

Hjónin Hannes Hilmarsson og Kristín Guðbjörg Jónsdóttir kaupa Kolbeinsá 1 árið 1995 af ömmu og afa Hannesar. Tóku þar við sauðfé og öllu tilheyrandi og byggðu ný 700 kinda fjárhús, og fjórum árum síðar af foreldrum Hannesar sem bjuggu á Kolbeinsá 2.

Katrín Rós Gunnlaugsdóttir, dótturdóttir þeirra Hannesar og Kristínar, situr hér kotroskin í dráttarvélinni.

Býli? Kolbeinsá 1 í Hrútafirði.

Staðsett í sveit? Húnaþing vestra.

Ábúendur? Hannes Hilmarsson, Kristín Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Ómar, Guðmundur Hilmar og Friðrik Hrafn.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við eigum eina dóttur og þrjá syni, tvo hunda og eina kanínu.

Stærð jarðar? 2.200 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú, verktaka­ starfsemi, ferðaþjónusta og æðarvarp.

Fjöldi búfjár? 670 fjár alls á vetrarfóðrun.

Hann Friðrik Hrafn Hannesson, yngsti sonurinn á bænum, heldur á æðarkollu í sjávarmálinu.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fer eftir árstíma. Á veturna fer húsbóndinn eldsnemma á fætur til að skoða færð á vegum fyrir Vegagerðina og hreinsar ef þarf, svo kemur skólabíllinn kl. 7. Eftir þetta er rollunum gefið og farið í tilfallandi störf. Reynt er að klára öll útiverk fyrir kvöldmat. Á sumrin er vinnutíminn alls konar.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt er skemmtilegt, en auðvitað sauðburðurinn erfiðastur.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Sirka svipaðan.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Bara þetta venjulega, smjör, ostur, mjólk og fleira.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Góð lambasteik.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Sennilega þegar fé var rekið inn í ný fjárhús, í nóvember árið 1999.

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...