Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kálfagerði
Bóndinn 29. janúar 2015

Kálfagerði

Ágúst Ásgrímsson og Hulda Sigurðardóttir búa í raun á þremur jörðum; Stekkjarflötum, þar sem íbúðarhúsið er, Kálfagerði, þar sem kúabúið er, og á Guðrúnarstöðum.

Býli:  Stekkjarflatir/ Kálfagerði/Guðrúnarstaðir.

Staðsett í sveit:  Í Eyjafjarðarsveit.

Ábúendur: Ágúst Ásgrímsson, Hulda Sigurðardóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): 

Börn: Ágúst Máni Ágústsson, f. 2000, Bergþór Bjarmi Ágústsson, f. 2004, Anna Sonja Ágústsdóttir, f. 1988 og Sigmundur Rúnar Sveinsson, f. 1987, tengdasonur. Einnig eru  tveir „field trial“-labradorar sem notaðir eru við skotveiðar, Rösk og Baltó.

Stærð jarðar? Við búum á þrem jörðum, allar eru þær frekar smáar en ræktað land er um 75 ha.

Gerð bús? Mjólkurframleiðsla með brautakerfi í 36 bása fjósi og 226.312 lítra greiðslumark.

Fjöldi búfjár og tegundir? 107 nautgripir, 40 hross, 30 kindur, 5 geitur og 3 fjóskettir.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 

Dagurinn byrjar og endar á fjósverkum að vetri en á öðrum árstímum eru dagarnir mun lengri og er þá hefðbundnum bústörfum sinnt bæði á milli mála og á kvöldin.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Engin bústörf leiðinleg aðeins mismunandi skemmtileg og hver árstími hefur sinn sjarma.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eftir 5 ár verðum við vonandi sveitt við að byggja nýtt fjós.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru almennt í góðu lagi að okkar mati en forustan mætti vera beittari í tilsvörum fyrir okkur bændur í fjölmiðlum.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Smjör mun drúpa af hverju strái ef okkur tekst að halda sjálfstæði okkar og látum ekki stjórnast af  einhverjum skrifstofublókum í Evrópusambandinu.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í lambakjötinu, því framleiðslugetan er gífurlega vannýtt, en markaðsmálin virðast ganga hægt. Einnig höfum við trú á skyrinu og öðrum mjólkurafurðum. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk úr tanknum, ostur, smjör, súrmjólk, egg og grænmeti.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Íslenska lambalærið, hrossalund og villibráð.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var mjög eftirminnilegt þegar við keyptum fyrstu jörðina 1999 og hófum okkar búskap einn fallegan sumardag. Við sváfum á gólfinu í íbúðarhúsinu fyrstu vikuna alveg án allrar búslóðar. Ágúst hafði aldrei komið við kú áður en hann gerðist bóndi og Hulda var með heilar sex mjaltir á bakinu frá Hólaskóla (hestabraut) hehe. Við vissum sem sagt ekkert í okkar haus varðandi kúabúskap  og erum enn að læra og stefnum fram á við.

7 myndir:

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...