Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hrútatunga
Bóndinn 4. ágúst 2020

Hrútatunga

Jón Kristján kaupir jörðina í janúar 2016 af frænda sínum, Gunnari, og konu hans, Sigrúnu, svo flytur Þorbjörg inn haustið 2017. Byrjað var á því að fjölga fénu aftur en það voru um 350 fjár þegar tekið var við.
 
Býli:  Hrútatunga.
 
Staðsett í sveit: Hrútafirði í Húna­þingi vestra.
 
 
Ábúendur: Jón Kristján Sæm­unds­son og Þorbjörg Helga Sigurðar­dóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum þrjú; Jón Kristján Sæm­unds­son og Þorbjörg Helga Sigurð­ardóttir og tæplega þriggja mánaða sonur okkar, Sæmundur Hólmar Jónsson. Svo eigum við hundinn Kátínu og köttinn Skoppu.
 
Sæmundur Hólmar Jónsson.
 
Stærð jarðar?  Tæpir 1.800 hektarar, þar af 37 hektarar í túnum.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú með nokkra hesta til gagns og gamans.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 450 vetrarfóðraðar kindur og 25 hestar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnu­dagur fyrir sig á bænum? Dagarnir eru nú mjög breytilegir á sumrin, fer allt eftir veðri og vindum. 
 
Á veturna er náttúrlega byrjað og endað á því að gefa en svo farið í hin ýmsu störf þess á milli.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin væri heyskapurinn og fjárrag á haustin, sauðburðurinn er líka skemmtilegur þó svo hann geti verið krefjandi.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Búskapurinn verður sjálfsagt lítið breyttur eftir fimm ár. Vonandi búið að rækta upp fleiri tún og frekari betrumbætur á hinu og þessu.
 
Hvar eru helstu tækifærin í framleiðslu á íslenskum búvörum? Í hreinleika afurða og upprunavottun.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Blessað lambalærið.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þegar helmingurinn af fénu bar á fimm dögum.
 
Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...