Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur en þau eru búsett á hrossaræktarbúinu Hofi á Höfðaströnd. Á næstu dögum verður hægt að fylgjast með lífi og starfi þeirra á Instagram-reikningi Bændablaðsins.

Býli: Hof á Höfðaströnd.

Ábúendur: Þorsteinn Björn Einarsson og Sigrún Rós Helgadóttir, eigandi búsins er Lilja Sigurlína Pálmadóttir

Gæludýr: Tvær labradortíkur, Kilja og Móna, og tvær hesthúsakisur, Lilja og Sigurlína.

Stærð jarðar? Um 450 hektarar.

Gerð bús? Hrossaræktarbú.

Fjöldi búfjár? 29 hross á húsi í þjálfun og í kringum 60 hross í útigangi.

Hvers vegna veljið þessa búgrein? Við vorum bæði alin upp við hestamennsku og það kom fátt annað til greina.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Okkar dagur snýst mest um að sinna hrossunum sem eru í þjálfun en það eru alls konar verkefni og dagarnir eru mjög misjafnir. Við erum mjög heppin að hafa frábæran mann með okkur, hann Þorgils, sem sér um allt á búinu, nema þjálfa hross, hann fæst ekki til þess. En hann sér um að halda okkur og hrossunum á lífi og innan girðingar. En þetta er allt samvinna og það grípa allir í flest verk. Þetta er líka árstíðarbundið. Á haustin erum við mikið að frumtemja, á veturna er mest hefðbundin þjálfun á eldri og yngri hrossum, og á sumrin erum við að þjálfa, keppa og sýna í kynbótadóm afrakstur vetrarþjálfuninnar.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þetta er algjör klisja en okkur finnst held ég ekkert leiðinlegt. Það er líka búið að koma öllu þannig fyrir á Hofi að búsverkin eru aðgengileg og eins auðveld og þau geta verið.

Hvernig er að búa í dreifbýli? Það er frábært.

Hvað er það jákvæða við að vera bóndi? Það er alltaf gaman að vera i kringum hross, þau gefa manni svo mikið og maður tengist þeim svo sterkt. Það er alltaf tilhlökkun í gangi allan ársins hring, fyrst fyrir frumtamningunum síðan að þjálfa eldri hrossin yfir veturinn og komast að því hvað þau hafa þroskast eftir haustfríið, síðan fara folöldin að fæðast sem er alltaf jafnspennandi og þá er mann aftur farið að hlakka til að kíkja í frumtamningar árganginn um haustið. Þetta er líka svo fjölbreytt, sem okkur finnst mikill kostur. Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi í gangi.

Hverjar eru áskoranirnar? Maður er alltaf að keppast við sjálfan sig og setur mikla pressu að standa sig vel og verða betri þjálfari og tamningamaður.

Hvernig væri hægt að gera búskapinn ykkar hagkvæmari? Það er örugglega eitthvað sem væri hægt að bæta í því en við reynum að fara vel með allt í kringum okkur og nýta hlutina vel.

Hvernig sjáið þið landbúnað á Íslandi þróast næstu árin? Við teljum að hrossaræktin sé á frábærri leið. Hrossin eru að verða betri og fjöldinn af ofurgóðum hrossum hefur aukist mikið.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsti veturinn okkar á Hofi var veturinn 2019–2020 og er það eftirminnilegur vetur fyrir hræðilegt veðurfar og mikinn snjó. Óveðrið í desember 2019 er sennilega eitthvað sem við munum aldrei gleyma. 

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...