Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hagi
Bóndinn 27. júlí 2021

Hagi

Hagi er landnámsjörð og kirkjustaður og afi Haraldar Bjarnasonar keypti hana upp úr aldamótunum 1900. Þar var blandað bú þangað til fé var skorið niður árið 1982.

Einnig er hlunnindabúskapur í Haga, egg og dúnn. Líka var þar um tíma refabú og fiskeldi og grásleppuveiðar voru stundaðar hér
í áratugi.

Ábúendurnir Haraldur og María Úlfarsdóttir voru í sambýli við foreldra Haraldar í nokkuð mörg ár en tóku alveg við fyrir um það bil 15 árum. Þau hafa aukið við kvótann og gert endurbætur á fjósi í þeirra búskapartíð.

Býli:  Hagi.

Staðsett í sveit: Á Barðaströnd í Vesturbyggð.

Ábúendur: Haraldur Bjarnason og María Úlfarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum 3 börn, Kristínu Ingunni, 37 ára, Freyju Rós, 34 ára og Kristófer Þorra, 29 ára, en öll eru þau flutt að heiman. Svo eigum við hana Títu okkar sem er 12 ára tík.

Stærð jarðar? Eitthvað um 7.000 ha.

Gerð bús? Kúabú og ferðaþjónusta.

Fjöldi búfjár og framleiðslumagn? Mjólkuframleiðsla er um 200.000 lítrar. Nokkrir skrokkar á ári fara í nautakjötsframleiðslu. Svo erum við með tvö sumarhús í ferðaþjónustu.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Við förum í fjósið kl. 7 og svo er ýmislegt sem tilheyrir almennum bústörfum og þrif á sumarhúsunum. Mjaltir eru svo aftur kl. 17.30 og eftir það reynum við að gera sem minnst – en það virkar ekki alltaf.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að vera í heyskap í góðu veðri með allar vélar í lagi.
Girðingavinna er ekki ofarlega á vinsældalistanum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en trúlega með meiri áherslu á ferðaþjónustuna.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Ef vel er haldið á spöðunum þá má örugglega auka framleiðslu á flestum sviðum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Rjómi, skyr og ostur, grænmetissósa.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautalund hjá frúnni en selur hjá eiginmanninum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar mjaltabásinn var tekinn í notkun árið 2000.

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...