Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Arnbjörg
Bóndinn 9. september 2021

Arnbjörg

Arnbjörg er nýbýli, stofnað úr landi Þverholta, sem var heimili foreldra Gunnars. Gunnar og Guðríður stofnuðu og byggðu Arnbjörg. 

Byrjað var að byggja einbýlishús og síðar var hesthús/reiðskemma byggð og nú síðast hænsnakofi. Þau hafa búið á bænum síðan 2010 og hafa stundað hrossarækt. Einnig eru þau mjög áhugasöm um fiðurfénað.

Býli:  Arnbjörg.

Staðsett í sveit:  Álftaneshreppi á Mýrum, Borgarbyggð.

Ábúendur: Gunnar Halldórsson, járningamaður og tamningamaður, og Guðríður Ringsted, hjúkrunarfræðingur og tónlistarkona. Þau búa ásamt þremur börnum sínum af fjórum. Þau eru Agla (13), Halldór (10) og Brák (6). Hörður Gunnar (21) er fluttur að heiman en er oft með annann fótinn í sveitinni. 

Nokkur gæludýr fá að vera innanhúss, tveir hundar,  þrír kettir, ein kanína, einn páfagaukur og tveir fiskar.

Stærð jarðar?  330 hektarar. Þar af 20 hektara tún.

Gerð bús? Hrossaræktarbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Slatti af hrossum, 12 hænur, 5 endur, 3 kalkúnar og ein grágæs. Þó nokkur egg á dag.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagarnir eru misjafnir en alltaf þarf að byrja á að gefa á morgnana, bæði hestum, fuglum og öðrum gæludýrum. Gunnar vinnur við járningar fyrri part dags hér og þar um héraðið. Þegar heim er komið er unnið við tamningar seinnipartinn. Guðríður sinnir helst fuglunum og gæludýrunum milli vakta og útdeilir eggjum til vina og vandamanna. Á skóladögum er vaknað kl. 6.30 og krakkarnir fara með skólabíl frá húsi rúmlega sjö en um helgar er sofið út og byrjað síðar.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að fylgjast með folöldum koma í heiminn á vorin, alveg eins og að fylgjast með ungum klekjast úr eggjum. Ef eitthvað er leiðinlegt þá er það að tína rúllur heim af túnunum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en þó meiri áhersla á tamningar og mögulega fleiri fuglategundir. Jafnvel fleiri dýrategundir, t.d. svín. Upp hefur komið hugmynd um gæludýragarð en það er bara hugmynd sem er ólíklegt á þessum tíma að verði nokkuð til.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Það er alltaf gott þegar það er nóg og fjölbreytt úrval af íslenskri matvöru í verslunum. Best ef það er sem styst frá frumframleiðanda/bónda.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg eru alltaf til, svo er það þetta venjulega, mjólk, ostur, smjör, ávextir og grænmeti. Ískaldur kristall í dós.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjúklinga enchiladas með heimagerðu guacamole.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar hesthúsið var loksins tekið í notkun eftir langan tíma í byggingu. Blóð, sviti og tár.

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...