Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Urriðafoss
Bóndinn 29. mars 2022

Urriðafoss

Ábúendurnir á Urriðafossi fluttu úr Reykjavík rétt fyrir jól 2016 og voru síðan tekin við rekstrinum á kúabúinu stuttu síðar.

Þau hrintu hugmyndum að breytingum strax af stað, þær helstu að skipuleggja gistingu ofan við Urriðafoss.

Býli:  Urriðafoss.

Staðsett í sveit: Flóahreppi á Suðurlandi.

Ábúendur: Birna Harðardóttir og Haraldur Einarsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Börnin okkar þrjú heita Matthilda, f. 2013, Einar Hörður, f. 2015 og Inga Lilja, f. 2018.

Stærð jarðar? 250 ha.

Gerð bús? Kúabú, ferðaþjónusta og laxveiði.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 150 nautgripir, þar af 65 mjólkurkýr. Fjósakettirnir Kátur og Pjakkur ásamt bæjarhröfnunum.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fjósverk og gjafir á morgnana. Þrif, viðhald og annað sem fellur til áður en vinnudagurinn klárast í fjósinu. Birna sinnir ferðaþjónustunni; bókunum, undirbúningi og þrifum. Kvöldin oft í heita pottinum ef það eru ekki fundarhöld í félagsmálum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Halli: Skemmtilegast er að vitja um netið í ánni. Birna: Hönnun og undirbúningur næsta ferðahúss.

Leiðinlegast er alveg klárlega að gera við flórsköfur.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði. Vonandi aðeins fleiri kýr og meiri ferðaþjónustu.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Vöruþróun á okkar heilnæmu vörum. Framsetningu í verslunum. Útiræktun með hlýnandi loftslagi, bæði til manneldis og fóður fyrir dýr.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur og smjör, lárpera og skyr er alltaf til.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Föstudagspitsan.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Brúðkaupið okkar í skemmunni.

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...