Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Urriðafoss
Bærinn okkar 29. mars 2022

Urriðafoss

Ábúendurnir á Urriðafossi fluttu úr Reykjavík rétt fyrir jól 2016 og voru síðan tekin við rekstrinum á kúabúinu stuttu síðar.

Þau hrintu hugmyndum að breytingum strax af stað, þær helstu að skipuleggja gistingu ofan við Urriðafoss.

Býli:  Urriðafoss.

Staðsett í sveit: Flóahreppi á Suðurlandi.

Ábúendur: Birna Harðardóttir og Haraldur Einarsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Börnin okkar þrjú heita Matthilda, f. 2013, Einar Hörður, f. 2015 og Inga Lilja, f. 2018.

Stærð jarðar? 250 ha.

Gerð bús? Kúabú, ferðaþjónusta og laxveiði.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 150 nautgripir, þar af 65 mjólkurkýr. Fjósakettirnir Kátur og Pjakkur ásamt bæjarhröfnunum.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fjósverk og gjafir á morgnana. Þrif, viðhald og annað sem fellur til áður en vinnudagurinn klárast í fjósinu. Birna sinnir ferðaþjónustunni; bókunum, undirbúningi og þrifum. Kvöldin oft í heita pottinum ef það eru ekki fundarhöld í félagsmálum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Halli: Skemmtilegast er að vitja um netið í ánni. Birna: Hönnun og undirbúningur næsta ferðahúss.

Leiðinlegast er alveg klárlega að gera við flórsköfur.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði. Vonandi aðeins fleiri kýr og meiri ferðaþjónustu.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Vöruþróun á okkar heilnæmu vörum. Framsetningu í verslunum. Útiræktun með hlýnandi loftslagi, bæði til manneldis og fóður fyrir dýr.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur og smjör, lárpera og skyr er alltaf til.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Föstudagspitsan.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Brúðkaupið okkar í skemmunni.

Kolbeinsá 1
Bærinn okkar 3. október 2022

Kolbeinsá 1

Hjónin Hannes Hilmarsson og Kristín Guðbjörg Jónsdóttir kaupa Kolbeinsá 1 ...

Hvalshöfði
Bærinn okkar 5. september 2022

Hvalshöfði

Við kynnumst hér þeim eðalhjónum Hafdísi Brynju og Róberti, en þau búa á H...

Birnustaðir Skeiðum
Bærinn okkar 9. ágúst 2022

Birnustaðir Skeiðum

Á bænum Birnustöðum á Skeiðum búa hjónin Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og Ó...

Miðdalur
Bærinn okkar 18. júlí 2022

Miðdalur

Þau Ólöf Ósk Guðmundsdóttir og Hafþór Finnbogason fluttu í Miðdal og tóku...

Bakki
Bærinn okkar 30. júní 2022

Bakki

Hjónin Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson sitja fyrir svörum e...

Seljatunga
Bærinn okkar 20. júní 2022

Seljatunga

Haukur og Herdís keyptu Seljatungu, þá í Gaulverjabæjarhreppi, árið 1997 og ...

Gerðar
Bærinn okkar 31. maí 2022

Gerðar

Stefán og Silja tóku formlega við búrekstrinum að Gerðum í fyrra af foreldrum St...

Arabær
Bærinn okkar 13. maí 2022

Arabær

Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken kaupa Arabæ af Guðlaugi Guðmundssyn...