Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Staður
Bærinn okkar 9. janúar 2023

Staður

Staður er gamalt prestssetur og ættarsaga okkar hófst hér með því að langafi Rebekku kom sem prestur 1903. Síðan hefur búskapurinn gengið á milli kynslóða og Rebekka er fjórði leggur.

Gömul falleg kirkja er á jörðinni sem setur mikinn svip á bæjarstæðið en hún var byggð árið 1864. Bústofninn hefur stækkað með hverri kynslóð og varð mestur þegar Rebekka og Kristján komu inn í búskapinn með foreldrum Rebekku en það var upp úr 2000.

Býli? Staður

Staðsett í sveit? Reykhólahreppur

Ábúendur? Rebekka Eiríksdóttir, Kristján Þór Ebenezersson og móðir Rebekku, Sigfríður Magnúsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Rebekka og Kristján eiga tvær dætur, Védísi Fríðu og Anítu Hönnu. Védís Fríða býr á Akranesi með kærastanum sínum og syni þeirra, Atlasi Friðrik. Aníta Hanna er í FVA á Akranesi. Hundarnir Salomon og Saga eru líka á heimilinu.

Gerð bús? Blandað bú með sauðfjárrækt, mjólkurframleiðslu og æðarrækt.

Fjöldi búfjár? Bústofninn er um 650 fjár, 16 mjólkurkýr og rúmlega 30 kálfar í uppeldi og 15 íslenskar landnámshænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar í fjósinu og síðan er farið í fjárhúsin. Önnur verk sem tilheyra hverri árstíð taka svo við en núna erum við að moka skít úr fjárhúsunum og fjósinu.

Einnig er setið við fjaðratínslu þegar tími gefst til. Seinni partinn er farið í fjárhúsin og svo fjósið.Dæmigerður kvöldmatartími er um áttaleytið. Rebekka vinnur utan búsins einnig.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þegar vel gengur eru flest öll verkin skemmtileg, sérstaklega þó heyskapur í góðu veðri, smalamennskur og haustragið. Leiðinlegast er þegar það er kalt í veðri að vori og erfiðlega gengur að koma fénu út og það er orðið plásslaust. Einnig ef illa viðrar í heyskapnum og heyin eru verri.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við teljum að búskapurinn verði með mjög svipuðu sniði

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur og hvítlaukssósa.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt/ærkjöt og ostur eru efst á listanum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Alltaf gaman þegar ný hús eru byggð og tekin í notkun. Líka þegar ný tæki eru keypt sem létta okkur störfin. Einnig var mjög skemmtilegt að fá landbúnaðarverðlaunin ásamt nágrönnum okkar í Árbæ árið 2008.

Sandar
Bærinn okkar 30. mars 2023

Sandar

Þau Birkir Snær Gunnlaugsson og Hanifé Agnes Mueller-Schoenau reka kjúklinga- og...

Saurbær
Bærinn okkar 22. mars 2023

Saurbær

Við fáum að líta inn hjá þeim Heiðrúnu og Pétri og gefum þeim orðið:

Starrastaðir
Bærinn okkar 8. mars 2023

Starrastaðir

Á Starrastöðum í gamla Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hefur sama fjölskyldan bú...

Stóra-Mástunga 1
Bærinn okkar 22. febrúar 2023

Stóra-Mástunga 1

Hér kynnumst við þeim Aðalheiði og Bjarna sem búa á blönduðu búi í Skeiða- og Gn...

Árbakki
Bærinn okkar 8. febrúar 2023

Árbakki

Á Árbakka búa hjónin Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason ásamt syni sínum, te...

Birtingaholt
Bærinn okkar 25. janúar 2023

Birtingaholt

Þau Svava og Bogi Pétur tóku við búinu árið 2016 af Mörtu og Ragnari, frænda Bog...

Staður
Bærinn okkar 9. janúar 2023

Staður

Staður er gamalt prestssetur og ættarsaga okkar hófst hér með því að langafi Reb...

Stóra-Fjarðarhorn og Þrúðardalur
Bærinn okkar 12. desember 2022

Stóra-Fjarðarhorn og Þrúðardalur

Seinnipart árs 2016 keyptu þau hjónin Ágúst og Guðfinna jarðirnar Stóra- Fjarðar...