Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ólafsvellir
Bærinn okkar 22. apríl 2020

Ólafsvellir

Ólafsvellir í Skeiða- og Gnúpverja­hreppi er landnámsbær.

Býli:  Ólafsvellir.

Staðsett í sveit: Skeiða- og Gnúp­verja­hreppur.

Ábúendur: Georg Kjartansson og Mette Pedersen. Kjartan Georgsson og Pétur Kjartansson búa í gamla bænum.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Georg og Mette ásamt þremur dætrum; Katrín háskólanemi, Rakel, sem vinnur á búinu og Rebekka, sem er í grunnskóla. Heimilið deilir fimm íslenskum fjárhundum, einum schnauzer og ketti.

Stærð jarðar? 500 hektarar.

Gerð bús? Mjólkurkýr, hross og vélaútgerð.

Fjöldi búfjár og tegundir? 75 mjólkurkýr, 51 kvíga, 20 naut og tæp 60 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefbundinn vinnudagur er mjög breytilegur, byrjar þó alltaf á að fara út í fjós og horfa á róbótinn, og síðan allt frá  að fara aftur inn að leggja sig til að fara út um allar trissur að vinna.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flestir hér á bæ hafa mjög gaman af heyskap og þegar merarnar fara að kasta. Leiðinlegast myndi vera þegar dýr veikjast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Nýtt fjós og skógrækt.
Helstu tækifærin í framleiðslu íslenskra búvara? Mjólkur­fram­leiðsla.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það sem við erum alltaf með í ísskápnum er mjólk, AB mjólk, ostur, lýsi og ávextir.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grilluð nautasteik.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ekkert sérstakt sem kemur upp í hugann, nema kannski þegar við breyttum fjósinu í lausagöngu.

Arabær
Bærinn okkar 13. maí 2022

Arabær

Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken kaupa Arabæ af Guðlaugi Guðmundssyn...

Mjósyndi
Bærinn okkar 28. apríl 2022

Mjósyndi

Bændurnir í Mjósyndi keyptu af Bjarka Reynissyni og Valgerði Gestsdóttur 2020 og...

Syðri -Gróf 2
Bærinn okkar 7. apríl 2022

Syðri -Gróf 2

Axel hefur haft annan fótinn í Syðri-Gróf allt sitt líf. Fyrst hjá ömmu sinni og...

Urriðafoss
Bærinn okkar 29. mars 2022

Urriðafoss

Ábúendurnir á Urriðafossi fluttu úr Reykjavík rétt fyrir jól 2016 og voru síðan ...

Lækur
Bærinn okkar 10. mars 2022

Lækur

„Við hófum búskap á Læk á fardögum vorið 2014. Bjuggum á Selfossi og þurftum að ...

Syðri-Völlur
Bærinn okkar 1. mars 2022

Syðri-Völlur

Margrét Jónsdóttir frá Syðra-Velli og Þorsteinn Ágústsson frá Brúnastöðum hófu b...

Lækjartún 2 / Tyrfingsstaðir
Bærinn okkar 10. febrúar 2022

Lækjartún 2 / Tyrfingsstaðir

Tyrfingur Sveinsson og Hulda Brynjólfsdóttir tóku við búskap í Lækjartúni af for...

Sigtún
Bærinn okkar 27. janúar 2022

Sigtún

Fjölskyldan í Sigtúni flutti þangað í október 2020 og tók við flottu búi.