Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lambastaðir
Bærinn okkar 4. júní 2020

Lambastaðir

Svanhvít og Almar keyptu Lambastaði og fluttu þangað frá Selfossi í byrjun árs 2005 en þá var enginn búskapur á bænum.

Árið 2012 byggðu þau gistihús á jörðinni og sneru sér alfarið að þeim rekstri í framhaldinu.

Býli:  Lambastaðir.

Staðsett í sveit:  Flóahreppi, Árnessýslu.

Ábúendur: Svan­hvít Hermanns­dóttir og Almar Sigurðsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum hér tvö og hundurinn Hekla.

Stærð jarðar?  85 ha.

Gerð bús? Ferðaþjónustubýli og hobbíbúskapur.

Fjöldi búfjár og tegundir? 30 ær og 20 hænsni.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þegar ekki er COVID-19 er fótaferð kl. 7.00 hvern morgun og gengið til starfa við að útbúa morgunmat og síðan taka við þvottar og annað sem þarf að gera varðandi ferðaþjónustuna.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þetta er allt skemmti­legt nema dagurinn sem lömbin fara í sláturhúsið.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það er best að segja sem minnst um það.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Vonandi er fólk að vakna við það að ,,hollur er heimafenginn baggi“ og við eigum að vera sem mest sjálf okkur nóg.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, súrmjólk, ostur og fullt af ávöxtum og grænmeti.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggurinn er alltaf sígildur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Á vorin þegar allt vaknar af dvala og lömbin spretta í heiminn hraust og spræk.

Svanhvít og Glódís Hansen í fjárhúsinu.

Arabær
Bærinn okkar 13. maí 2022

Arabær

Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken kaupa Arabæ af Guðlaugi Guðmundssyn...

Mjósyndi
Bærinn okkar 28. apríl 2022

Mjósyndi

Bændurnir í Mjósyndi keyptu af Bjarka Reynissyni og Valgerði Gestsdóttur 2020 og...

Syðri -Gróf 2
Bærinn okkar 7. apríl 2022

Syðri -Gróf 2

Axel hefur haft annan fótinn í Syðri-Gróf allt sitt líf. Fyrst hjá ömmu sinni og...

Urriðafoss
Bærinn okkar 29. mars 2022

Urriðafoss

Ábúendurnir á Urriðafossi fluttu úr Reykjavík rétt fyrir jól 2016 og voru síðan ...

Lækur
Bærinn okkar 10. mars 2022

Lækur

„Við hófum búskap á Læk á fardögum vorið 2014. Bjuggum á Selfossi og þurftum að ...

Syðri-Völlur
Bærinn okkar 1. mars 2022

Syðri-Völlur

Margrét Jónsdóttir frá Syðra-Velli og Þorsteinn Ágústsson frá Brúnastöðum hófu b...

Lækjartún 2 / Tyrfingsstaðir
Bærinn okkar 10. febrúar 2022

Lækjartún 2 / Tyrfingsstaðir

Tyrfingur Sveinsson og Hulda Brynjólfsdóttir tóku við búskap í Lækjartúni af for...

Sigtún
Bærinn okkar 27. janúar 2022

Sigtún

Fjölskyldan í Sigtúni flutti þangað í október 2020 og tók við flottu búi.