Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Flatey
Bóndinn 20. september 2018

Flatey

Birgir Freyr Ragnarsson og Vilborg Rún Guðmundsdóttir stýra hinu stóra kúabúi á Flatey á Mýrum.  
 
Þeim gafst kostur á því að taka við því sumarið 2016 og tóku svo formlega við því 1. október 2016.
 
Býli:  Flatey.
 
Staðsett í sveit:  Mýrum í Hornafirði.
 
Ábúendur: Birgir Freyr Ragnarsson og Vilborg Rún Guðmundsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við tvö og kettirnir Junior, Skoppa og Skrítla.
 
Stærð jarðar?  2.400 hektarar.
 
Gerð bús? Mjólkurframleiðsla.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 550 nautgripir, að jafnaði 200 mjólkandi kýr hverju sinni.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fjósverk kvölds og morgna, síðan milli mála hefðbundin bústörf, umhirða gripa, fóðrun og margvísleg tilfallandi verkefni.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast þegar vel gengur og gripirnir hraustir.Leiðinlegast þegar allt gengur á afturfótunum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með nokkuð svipuðu sniði og ná þeim markmiðum sem við setjum okkur.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það þarf að gefa í og halda betur á spöðunum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna vel ef menn leyfa honum að dafna og menn hafi tækifæri til að nýta gæði jarða sinna.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Erfitt að segja. Það er þó ljóst að það verður enginn ríkur á að selja vörur undir því sem kostar að framleiða þær.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Alltaf til Víking gylltur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Vel eldað lambalæri og nýuppteknar kartöflur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það hlýtur að vera þegar við tókum við í október 2016.

4 myndir:

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...