Bálkastaðir 1
Bærinn okkar 20. ágúst 2020

Bálkastaðir 1

Brynjar og Guðný eru bæði úr Hvalfjarðarsveit en keyptu Bálka­staði 1 í lok árs 2018 og tóku þá við búskapnum þar.

Býli:  Staðarhreppur (hinn forni) í Hrúta­firði í Húnaþingi vestra.

Staðsett í sveit:  Staðarhreppur (hinn forni) í Hrútafirði í Húnaþingi vestra.

Ábúendur: Brynjar Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum 6 manna fjölskylda sem búum hérna, Brynjar og Guðný og börnin okkar, Arnfinnur Guðni, 14 ára, Samúel Kári, 11 ára, Þórður Ármann, 7 ára og Bryndís Jóna, 5 ára og hundurinn okkar hún Táta.

Stærð jarðar?  Eitthvað um 600 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú og eitthvað af hestum fjölskyldunni til skemmtunar og notkunar í smalamennskum.

Fjöldi búfjár og tegundir? 570 fjár á vetrarfóðrun og 15 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á venjulegum degi fer Guðný til vinnu á Hvammstanga og börnin til skóla. Brynjar sér um dagleg störf á búinu sem eru mismunandi eftir árstíma.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er ekkert leiðinlegt en auðvitað eru verkin misskemmtileg. Það sem okkur þykir síst er að moka skít og skafa grindur. Ætli þau skemmtilegustu séu ekki sauðburður, smalamennskur og annað fjárrag á haustin þegar við sjáum afraksturinn.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðum hætti.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Að efla íslenska framleiðslu og að lögð sé áhersla á hreinar afurðir.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, egg og bjór.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt í karrí og kjötsúpa tróna saman á toppnum hjá fjölskyldunni.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var 8. desember 2018 þegar við pökkuðum búslóðinni okkar niður með mikilli og góðri hjálp frá ættingjum og vinum. Keyrðum norður fyrir heiði og fyrri ábúendur keyrðu úr hlaði með búslóðina sína. Við fluttum inn þann dag og gáfum fyrstu gjöfina í fjárhúsunum þá um kvöldið.

Sólbakki
Bærinn okkar 19. nóvember 2020

Sólbakki

Hartmann er að mestu uppalinn í Reykjavík, bjó fyrstu sjö árin á Sauðárkróki og ...

Reykir
Bærinn okkar 5. nóvember 2020

Reykir

Dagur er fæddur og uppalinn á Reykjum og tók við búinu af móður sinni árið 2018....

Neðri-Hundadalur 2
Bærinn okkar 22. október 2020

Neðri-Hundadalur 2

Jens er úr Reykjavík  og Sigurdís er fædd og uppalin í Neðri-Hundadal. 

Kringla
Bærinn okkar 8. október 2020

Kringla

„Við keyptum Kringlu árið 2015, af frænku Arnars og hennar manni, og Svalbarð af...

Dunkur
Bærinn okkar 24. september 2020

Dunkur

Ábúendurnir á Dunki keyptu af ótengdum aðila á síðasta ári. Tóku við búi fyrsta ...

Valþúfa
Bærinn okkar 10. september 2020

Valþúfa

Í október 2018 tóku Guðrún Blöndal og Sævar saman föggur sínar á Akranesi og flu...

Bálkastaðir 1
Bærinn okkar 20. ágúst 2020

Bálkastaðir 1

Brynjar og Guðný eru bæði úr Hvalfjarðarsveit en keyptu Bálka­staði 1 í lok árs ...

Hrútatunga
Bærinn okkar 4. ágúst 2020

Hrútatunga

Jón Kristján kaupir jörðina í janúar 2016 af frænda sínum, Gunnari, og konu hans...