Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bálkastaðir 1
Bóndinn 20. ágúst 2020

Bálkastaðir 1

Brynjar og Guðný eru bæði úr Hvalfjarðarsveit en keyptu Bálka­staði 1 í lok árs 2018 og tóku þá við búskapnum þar.

Býli:  Staðarhreppur (hinn forni) í Hrúta­firði í Húnaþingi vestra.

Staðsett í sveit:  Staðarhreppur (hinn forni) í Hrútafirði í Húnaþingi vestra.

Ábúendur: Brynjar Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum 6 manna fjölskylda sem búum hérna, Brynjar og Guðný og börnin okkar, Arnfinnur Guðni, 14 ára, Samúel Kári, 11 ára, Þórður Ármann, 7 ára og Bryndís Jóna, 5 ára og hundurinn okkar hún Táta.

Stærð jarðar?  Eitthvað um 600 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú og eitthvað af hestum fjölskyldunni til skemmtunar og notkunar í smalamennskum.

Fjöldi búfjár og tegundir? 570 fjár á vetrarfóðrun og 15 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á venjulegum degi fer Guðný til vinnu á Hvammstanga og börnin til skóla. Brynjar sér um dagleg störf á búinu sem eru mismunandi eftir árstíma.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er ekkert leiðinlegt en auðvitað eru verkin misskemmtileg. Það sem okkur þykir síst er að moka skít og skafa grindur. Ætli þau skemmtilegustu séu ekki sauðburður, smalamennskur og annað fjárrag á haustin þegar við sjáum afraksturinn.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðum hætti.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Að efla íslenska framleiðslu og að lögð sé áhersla á hreinar afurðir.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, egg og bjór.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt í karrí og kjötsúpa tróna saman á toppnum hjá fjölskyldunni.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var 8. desember 2018 þegar við pökkuðum búslóðinni okkar niður með mikilli og góðri hjálp frá ættingjum og vinum. Keyrðum norður fyrir heiði og fyrri ábúendur keyrðu úr hlaði með búslóðina sína. Við fluttum inn þann dag og gáfum fyrstu gjöfina í fjárhúsunum þá um kvöldið.

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...