Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Arnþórsholt
Bærinn okkar 18. nóvember 2021

Arnþórsholt

Jörðin Arnþórsholt hefur verið í eigu og ábúð sömu fjölskyldu síðan 1919 þegar hjónin Magnús Sigurðsson og Jórunn Guðmundsdóttir fluttust þangað búferlum frá Vilmundarstöðum í Reykholtsdal.

Jónmundur Magnús er barnabarn þeirra hjóna og varð þriðji ættliður sem stundar búskap í Arnþórsholti þegar hann og kona hans tóku við búi af foreldrum Jónmundar árið 2015.

Býli:  Arnþórsholt. 

Staðsett í sveit: Arnþórsholt er í Lundar­­­reykjadal, hjarta Borgar­fjarðar.

Ábúendur: Hjónin Jónmundur Magnús Guðmundsson (Mangi) og Ragnhildur Eva Jónsdóttir. Einnig búa á bænum foreldrar Jónmundar, hjónin Guðmundur Magnússon (Dúddi) og Elva Björk Jónmundsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Í Arnþórsholti búa hjónin Jónmundur og Ragnhildur ásamt börnum sínum þrem, Skarhéðni Jóni, níu ára, Ellý Stefaníu, sjö ára og óskírðri Jónmundsdóttur, tæplega tveggja mánaða. Hundurinn Gáta og kisan Lísa.

Stærð jarðar?  356 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú, taðhús og öllu gefið á garða.

Fjöldi búfjár og tegundir? Á fóðrum í vetur verða um 190 eldri ær, um 50 gemlingar og 10 hrútar. Því til viðbótar eru 7 hross og 2 folöld. Einnig bættist í hópinn 2 geitur þegar húsfreyjan varð þrítug í haust.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?

Hefðbundinn vinnudagur, eftir að kindurnar eru komnar á gjöf, hefst stundvíslega kl. 7. Þá hendir Mangi sér út í hús að gefa og Ragnhildur fer í að vekja krakkana og koma þeim í skólabíl. Eftir gjöf er tekinn morgunmatur og kaffibolli. Eftir það er farið í vinnu utan bús, Mangi er húsasmiður svo hann er oftast nær að smíða fram til um fimm á daginn. Ragnhildur er lögfræðingur svo hún tekur að sér verkefni sjálfstætt og starfar í hlutastarfi hjá Búhag ehf. sem bókari. Ragnhildur er komin heim fyrir skólabíl, þegar börnin koma heim með bílnum, til að taka á móti þeim. Aðra daga er hún að sækja á æfingar seinnipartinn. Að vinnu lokinni hjá Manga, um fimm, þá taka við seinni gjafir og vinnudagurinn er að klárast upp úr sex.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin í huga bóndans eru leitir, réttir og fjárrag að hausti. Leiðinlegustu bústörfin eru tiltekt og hreingerning eftir sauðburð.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Mjög líklegt er að búskapurinn verði í sömu mynd eftir 5 ár en vonir standa til að hagur sauðfjárbænda fari að vænkast og hægt verði að byggja og bæta aðstöðu samhliða því að fjölga í stofninum. Draumurinn er að Mangi geti haft sauðfjárrækt að fullu starfi.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Helsta tækifærið er að fá neytendur til að átta sig betur á því hversu mikla gæðavöru íslenskir bændur eru að framleiða. Einnig væri gott að sjá innfluttar búvörur standast sömu kröfur og vera í sama gæðaflokki og framleiðslan hér innanlands. Þó það sé dýrt að framleiða matvöru á Íslandi þá myndi þetta skapa réttlátari samkeppnisstöðu gagnvart innfluttum matvælum. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör og sulta.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimatilbúið slátur með íslenskum rófum og íslenskum kartöflum slær alltaf í gegn.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það vekur alltaf gleði að sjá kindurnar koma niður í rétt á hverju hausti og þar standa upp úr fyrstu réttirnar eftir að við fórum að reka upp á Oddstaðaafrétt og áttum fé að ráði í réttum.

Birnustaðir Skeiðum
Bærinn okkar 9. ágúst 2022

Birnustaðir Skeiðum

Á bænum Birnustöðum á Skeiðum búa hjónin Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og Ó...

Miðdalur
Bærinn okkar 18. júlí 2022

Miðdalur

Þau Ólöf Ósk Guðmundsdóttir og Hafþór Finnbogason fluttu í Miðdal og tóku...

Bakki
Bærinn okkar 30. júní 2022

Bakki

Hjónin Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson sitja fyrir svörum e...

Seljatunga
Bærinn okkar 20. júní 2022

Seljatunga

Haukur og Herdís keyptu Seljatungu, þá í Gaulverjabæjarhreppi, árið 1997 og ...

Gerðar
Bærinn okkar 31. maí 2022

Gerðar

Stefán og Silja tóku formlega við búrekstrinum að Gerðum í fyrra af foreldrum St...

Arabær
Bærinn okkar 13. maí 2022

Arabær

Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken kaupa Arabæ af Guðlaugi Guðmundssyn...

Mjósyndi
Bærinn okkar 28. apríl 2022

Mjósyndi

Bændurnir í Mjósyndi keyptu af Bjarka Reynissyni og Valgerði Gestsdóttur 2020 og...

Syðri -Gróf 2
Bærinn okkar 7. apríl 2022

Syðri -Gróf 2

Axel hefur haft annan fótinn í Syðri-Gróf allt sitt líf. Fyrst hjá ömmu sinni og...