Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Bergsstaðir á Vatnsnesi
Bóndinn 22. maí 2023

Bergsstaðir á Vatnsnesi

Þau Magnús Örn Valsson og Ingibjörg Jónína Finnsdóttir keyptu jörðina 2019 og tóku við búrekstri 1. nóvember það ár. Þau erubæði uppalin í Austur-Húnavatnssýslu en langamma Magga var frá Bergsstöðum.

Býli: Bergsstaðir á Vatnsnesi.

Staðsett í sveit: Vestur-Húnavatnssýslu.

Ábúendur: Magnús Örn Valsson og Ingibjörg Jónína Finnsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Erum tvö fullorðin og tvö börn, Jóhanna Bergrós, 3 ára og Kári Freyr, 1 árs. Hundarnir Píla og Blæja og fjárhúskötturinn Freyja.

Stærð jarðar? Jörðin er talin um 900 ha að stærð.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Rúmlega 500 kindur og nokkrir hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Imba er sjúkraliði og vinnur á Hvammstanga en Maggi er verktaki í rúningi. Börnin vakna oftast snemma og eigum við smá notalega stund heima áður en öllum er smalað út í leikskóla, vinnu eða gjafir. Dagsverkin á bænum eru síðan misjöfn eftir tíð og tíma.

Caption

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast finnst okkur á haustin. Smalamennskur, fjárrag og að velja ásetninginn. Leiðinlegast er líklega viðgerðir á vélum og þegar tæki og tól bila.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Ætlum að halda áfram góðri sauðfjárræktun og vonandi verða komin með verndandi arfgerð gegn riðu í meirihluta stofnsins. Fjölga fé og heimilismönnum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Erum mikið fyrir mjólkurvörur og þarf alltaf að vera til t.d. mjólk, smjör, rjómi, ostur og súrmjólk.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt og karrí er ábyggilega vinsælast.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsta haustið okkar hérna þá var Imba kasólétt, gengin fram yfir settan dag, þegar við vorum að vigta lömbin fyrir fyrstu slátrun.

Maggi prufaði vigtina og trúði ekki því sem hún sýndi þannig að við drógum 5 kg af öllum lömbunum, vigtuðum hátt í 600 lömb. Daginn eftir kom sláturseðillinn og var meðalvigtin miklu hærri en við bjuggumst við, þannig að Maggi greyið varð að stíga á baðvigtina og viðurkenna að hann hafði bætt á sig þessum 5 kg um sumarið.

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...

Kirkjubær
Bóndinn 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst f...