Skylt efni

Sigurgeir Ólafsson kartöflumygla

Veðurfarið hefur úrslitaáhrif
Fréttaskýring 16. maí 2022

Veðurfarið hefur úrslitaáhrif

Kartöflumygla náði talsverðri útbreiðslu á Suðurlandi síðastliðið sumar, ekki síst í Þykkvabæ. Myglan breiddist hratt út og hennar varð vart í Flóanum, í uppsveitum Árnessýslu, í Landeyjum og víðar á þeim slóðum. Bændur á svæðum þar sem mygla var algeng í fyrra óttast margir að mygla muni koma upp aftur í sumar og spilla uppskeru.