Skylt efni

fugla

Átt þú alifugla í bakgarði? – Komum í veg fyrir að alifuglar smitist af fuglaflensu
Fréttir 11. mars 2021

Átt þú alifugla í bakgarði? – Komum í veg fyrir að alifuglar smitist af fuglaflensu

Í síðasta Bændablaði var ítarlega rætt um alvarlega stöðu fuglaflensu í Evrópu og víðar í heiminum. Þar kom einnig fram að töluverðar líkur eru á að alvarlegt afbrigði fuglaflensaveiru geti borist til landsins með komu farfugla. Algengasta afbrigði í Evrópu um þessar mundir er H5N8 en einnig hafa greinst veirur af gerðinni H5N1, H5N3, H5N4 og H5N5.