Skylt efni

Byggðasaga Skagafjarðar

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skilaði af sér tíundu og síðustu bókinni í þessu viðamikla tíu binda verki á nýliðnu hausti. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að verkefnið hafi tekið 26 ár í vinnslu frá því hann hóf þessa vegferð 1. október árið 1995.