Skylt efni

Azalea

Hin ástsæla azalea og annað skylt
Á faglegum nótum 20. apríl 2015

Hin ástsæla azalea og annað skylt

Lyngættin er slungin og fjölbreytt plöntuætt með tæplega 150 ættkvíslum. Hér uppi á Íslandi á hún nokkra fulltrúa sem eru samt ívið ólíkir innbyrðis. Beitilyngið okkar stendur með sínum rauðfjólubláu blómum seinnipart sumars þegar fjarskyldir ættingjar þess, krækiber, bláberin bæði og sortulyngið svigna af berjum.