Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vonarglæta
Mynd / BBL
Skoðun 13. apríl 2018

Vonarglæta

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fjármálaáætlun ríkisstjórnar Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir árin 2019–2023 var kynnt á dögunum og þar talað um „umfangsmikil fjárfesting í samgöngu- og fjarskiptamálum,“ sem verður meðal annars fjármögnuð með arðgreiðslum frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins. 
 
Alls er reiknað með að framlög nemi 124 milljörðum króna í þessa málaflokka á tímabilinu og að frá árinu 2019 bætist við sérstök árleg framlög til þriggja ára upp á 5,5 ma.kr. Gert er ráð fyrir að ljósleiðaravæðingu landsins ljúki árið 2020.
 
Á yfirborðinu hljómar þetta vel en þegar horft er á stórhættulegt og niðurnítt vegakerfi landsins eru þetta í raun hræðileg tíðindi. Það er t.d. langur vegur frá því að verið sé að nota skatta og gjöld sem nú eru innheimt af bifreiðaeigendum til vegamála á hverju einasta ári. Vantar þar marga tugi milljarða inn í dæmið. Samt ætla menn að auka enn skattaálögur á „suma“ bifreiðaeigendur í gegnum kolefnisskatt, en engar hugmyndir á borðinu um hvar taka eigi vaxandi kostnað vegna slits ört fjölgandi rafbíla á vegakerfinu. Vegagerðin áætlar að umferð haldi áfram að aukast á þessu ári um 4–6%. Það bætist við aukningu undanfarinna ára og þýðir aukið niðurbrot vegakerfisins.
 
Varðandi vegamálin er líka tilbúinn kerfisvandi sem hefur verið til mikilla vandræða undanfarna áratugi. Það varðar framkvæmd umhverfismála með endalausum kærurétti án þess að í þeim rétti felist nokkur einasta ábyrgð. Mörg dæmi mætti nefna þar sem kærur hafa tafið nauðsynleg úrbótaverkefni og valdið þjóðfélaginu miklum fjárhagslegum skaða. Vegurinn frá Þingvöllum og austur að Laugarvatni er t.d. ágætt dæmi um það. Þar var ítrekað kært í skjóli fullyrðinga „vísindamanna“ um að nýr vegur myndi m.a. eyðileggja lífríki Þingvallavatns.  Minna hefur heyrst um þessar fullyrðingar eftir að vegurinn um Lyngdalsheiði var lagður í stað leiðar um Gjábakkaveg. Nú krossa menn fingur og vona að nýframkomin kæra verði ekki til að stöðva fyrirhugaðar framkvæmdir við endurbætur á stórhættulegum og ónýtum vegarspotta frá Lyngdalsheiðarvegi að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum.
 
Annar vegarkafli hefur haldið heilum landshluta í gíslingu áratugum saman, en það er vegarkafli um Gufudalssveit í Austur-Barðastrandarsýslu. Þar hafa menn nýtt sér manngert regluverk náttúruverndarlaga til að kæra í það endalausa vegna hugmynda um vegalagningu um svæði sem kallað er Teigsskógur. Stjórnmálamenn hafa þar staðið ráðþrota gagnvart eigin sköpunarverki reglukerfisins, en ábyrgð kærenda gagnvart mögulegu tjóni og miska vegfarenda og rétti íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum til að tryggja sína tilvist, er engin. Athygli vekur að í hópi þeirra sem staðið hafa gegn þessum hagsmunum vegfarenda og íbúa á svæðinu er svo umhverfisráðherrann sjálfur. Það verður því fróðlegt að sjá hvort núverandi ríkisstjórn hefur kjark til að höggva á þennan hnút. Kannski það verði loks að veruleika. Nú er allavega komin fram langþráð vonarglæta í því máli með framlagningu á frumvarpi til laga um framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar á Vestfjarðavegi. Fyrir því máli fer Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki og meðflutningsmenn eru Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsóknarflokki, Guðjón S. Brjánsson, Samfylkingu, Bergþór Ólason, Miðflokki og Sigurður Páll Jónsson, Miðflokki. Gangi þeim vel. 
Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...