Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Verðmætasköpun landbúnaðar
Skoðun 30. ágúst 2021

Verðmætasköpun landbúnaðar

Höfundur: Kári Gautason, sérfræðingur hjá BÍ

Nú þegar líður að kosningum er rétt að fara skipulega yfir þróun búnaðarmála á kjörtímabilinu til að greina hvort það hafi náðst árangur.

Líkt og áður hefur verið nefnt í þessum dálki ætlast bændur ekki til þess að stjórnvöld leysi allar áskoranir bænda en mikilvægt er að verkfærin séu nothæf. Þau verkfæri og þær áskoranir hef ég skrifað um í fyrri pistlum.

Framleiðsluvirði hefur dregist saman vegna verðhruns í sauðfjárrækt

Heildarframleiðsluvirði land­búnaðar árið 2019 losaði 50 ma. kr. Framleiðsluverð er það verð sem framleiðandi fær í sinn hlut frá kaupanda en innifelur ekki vörutengda styrki, s.s. beingreiðslur. Síðustu ár hefur framleiðsluvirði landbúnaðarvara farið lækkandi á föstu verðlagi, en það má rekja til hruns í afurðaverði í sauðfjárrækt árið 2016-2017. Hægt virðist ganga að ná afurðaverði í sanngjarnt horf gagnvart bændum – en miklu munar á viðmiðunarverði og útgefnum verðskrám.

Þessa mynd af verðmæta­sköpun má sjá á myndinni, en á henni er framleiðsla og sala fóðurjurta undanskilin. Í heildina litið er því fjórðungur tekna landbúnaðarins í formi stuðningsgreiðslna frá hinu opinbera meðan þrír fjórðu hluta teknanna er í gegnum sölu á afurðum. Þetta er þó mjög breytilegt milli greina. Meðaltöl af þessum toga veita ákveðna heildarmynd en ekki nákvæma mynd. Þannig hefur framleiðsluvirði garðyrkjuafurða farið vaxandi á þessu tímabili að raungildi.

Þó að framleiðsluverð hafi farið lækkandi frá árinu 2015 þá virðist vera sem bændur séu bjartsýnir á framtíðina ef marka má tölur um útlán til landbúnaðar. Lán til landbúnaðar koma fyrst og fremst frá Byggðastofnun og stóru bönkunum þremur. Útlánasafn allra þessara aðila til landbúnaðar hefur farið vaxandi á síðustu árum, en samtals eru útlán til landbúnaðar um 26 milljarðar hjá þessum aðilum ef marka má tölur Seðlabankans og ársskýrslu Byggðastofnunar. Útlánin munu vaxa á komandi árum vegna þeirra miklu krafna sem gerðar eru um aukin aðbúnað búfjár. Því er það mikið hagsmunamál landbúnaðarins – rétt eins og annarra atvinnugreina – að vaxtastig haldist á þolanlegu róli og að böndum sé komið á verðbólguvæntingar.

Áhrif kófsins hafa verið nokkur

Landbúnaðurinn hefur ekki farið varhluta af heimsfaraldri kórónaveiru þó að áhrifin séu annars konar og taki lengri tíma að koma fram heldur en í öðrum greinum. Faraldurinn hafði þau áhrif að eftirspurn eftir búvörum lækkaði vegna þess að komum erlendra ferðamanna fækkaði gríðarlega mikið á árinu 2020. Á móti kom þó að ferðalög Íslendinga erlendis voru lítil og Íslendingar ferðuðust innanlands í miklum mæli. Ýmsar hömlur vegna sóttvarnaráðstafana breyttu neyslumynstri og höfðu þau áhrif að veitingastaðir voru lokaðir hluta af síðasta ári. Þar sem hagtölur frá Hagstofu Íslands eru ekki komnar fram um afkomu landbúnaðarins fyrir árið 2020 er erfitt að áætla nákvæmlega hver áhrifin hafa verið á afkomu bænda en miðað við veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum virðist velta hafa dregist saman um 3% að raungildi á árinu 2020. Sé það nærri lagi er það talsvert högg.

Skyggst í gegnum kófið

Það er ógjörningur að segja til um hversu langan tíma það tekur ferðaþjónustuna að ná fyrri styrk eftir kófið. Það er lykilbreyta fyrir landbúnaðinn vegna þess að ferðamenn auka eftirspurn eftir matvælum innanlands og þar með stækka markaðinn. Það er sérstaklega mikilvægt eftir að viðskiptasamningar voru gerðir við Evrópusambandið með verulega auknum tollkvótum á öllum helstu gerðum kjöts. Nauðsynlegt er að ljúka endurskoðun á þeim samningum í ljósi breyttra aðstæðna. Stærsta hagsmunamál landbúnaðarins til skamms tíma eru þeir að íslenskur efnahagur nái fyrri þrótti sem fyrst og að verðbólgudraugurinn láti ekki á sér kræla.

Kári Gautason,
sérfræðingur hjá BÍ

Skrítið kerfi
Skoðun 8. október 2021

Skrítið kerfi

Það virðast allir sammála um að nýafstaðnar kosningar hafi skilað afger­andi nið...

Vísindi eða hindurvitni?
Skoðun 7. október 2021

Vísindi eða hindurvitni?

Eins og margir vita kom nú á haustdögum upp nýtt riðutilfelli í kind í Skagafirð...

Skriður og riða
Skoðun 7. október 2021

Skriður og riða

Nú þegar haustverkin eru í fullum gangi lætur náttúran ekki hjá líða að minna á ...

Þakið þarf að festa og það kostar
Skoðun 30. september 2021

Þakið þarf að festa og það kostar

Líklega er skást við mannskepnuna að húmorinn er henni nærtækur jafnvel í alvarl...

Lýðræði til hvers?
Skoðun 24. september 2021

Lýðræði til hvers?

Íslendingar kjósa sér að jafnaði á fjögurra ára fresti þá fulltrúa sem þeir trey...

Tryggjum frumframleiðslu á Íslandi
Skoðun 23. september 2021

Tryggjum frumframleiðslu á Íslandi

Nú göngum við að kjörborðinu laugardaginn næstkomandi. Það hefur verið ánægjuleg...

Öfgar og ofstæki
Skoðun 10. september 2021

Öfgar og ofstæki

Hinn 25. september ganga Íslendingar að kjörborðinu og kjósa fulltrúa sína til s...

Náttúra Íslands, auðlind í landbúnaði
Skoðun 9. september 2021

Náttúra Íslands, auðlind í landbúnaði

Landbúnaður og náttúruvernd eru hugtök sem gjarnan er stillt upp sem andstæðum.