Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Páskaliljur eru meðal harðgerðustu laukplantna og auðvelt er að veita þeim framhaldslíf því þær þrífast vel í görðum hérlendis.
Páskaliljur eru meðal harðgerðustu laukplantna og auðvelt er að veita þeim framhaldslíf því þær þrífast vel í görðum hérlendis.
Skoðun 23. apríl 2019

'Tête-à-tête' Febrúarlilja

Höfundur: Aldís Björk Sigurðardóttir
Um þessar mundir eru íslenskir garð­yrkjubændur í óða önn að senda frá sér blómstrandi plöntur í pottum til notkunar innandyra. 'Tête-à-tête' er ein þeirra, skyld páskaliljum.
 
Vinsældir þeirra koma ekki á óvart, með sínar gulu, óviðjafnanlega fögru klasasprengjur en auk þess eru þær meðal harðgerðustu laukplantna og auðvelt er að veita þeim framhaldslíf því þær þrífast vel í görðum hérlendis.
 
Uppruni
 
Febrúarliljur (N. cyclamineus) tilheyra ættkvísl hátíðarlilja (Narcissus), fjölærra laukjurta sem upprunnar eru í löndum sem liggja við Miðjarðarhafið og í Austurlöndum nær. 
 
Ættkvíslarheitið er jafnan tengt við grísku goðsöguna um Narkissos, undurfagran pilt sem varð svo ástfanginn af eigin spegilmynd að hann veslaðist upp og dó og breyttist í jurt þessarar ættkvíslar á árbakkanum. Merking orðsins á ensku þýðir 'svæfa' eða 'deyfa' en plönturnar framleiða einmitt ýmsar gerðir lýtinga (alkalóíða) til að verja sig gegn ágangi grasbíta og skordýra. Franska orðið 'Tête-à-tête' er hægt að þýða sem 'samræður' eða 'höfuð við höfuð' og er talið að nafnið á yrkinu sé til komið vegna þess að það líti út sem lútandi blómin séu að tala saman.
 
Innan ættkvíslarinnar Narcissus má finna þusundir teg­unda og tegundablendinga. Af­rakstur ræktun­arstarfs skilaði meðal annars 'Tête-à-tête', smávöxnu, harðgeru og margverð­launuðu yrki. Það sem gerir yrkið svo eftirsótt er hvað það er fagurt, fínlegt og harðgert og síðast en ekki síst, hvað það er blómviljugt en hver laukur getur sent frá sér mörg blóm. 
 
Lækningajurt
 
Menn hafa nýtt sér plönturnar öldum saman til lækninga, svo sem við brunasárum, tognunum og liðverkjum og einnig í nútíma lyfjaframleiðslu. Varast skal þó að leggja sér plöntuhlutana sér til munns því þessi efni geta valdið uppköstum og niðurgangi sé þeirra neytt og einnig framkallað útbrot ef þau komast í snertingu við húð.
 
Útlitseinkenni
 
Upp úr laukunum koma sprotar, umvafðir blaðslíðri sem innihalda lauf-, stöngul- og blómvísa. Laufblöðin eru græn með bláleitum tón, fremur mjó. Blómin eru hulin af himnukenndum háblöðum fyrir blómgun en springa svo út, ilmandi og falleg. 
 
Umhirða
 
Plönturnar þurfa bjartan stað en forðast skal að hafa þær í suðurglugga því of hár hiti og mikil sól geta valdið því að blöð sölni og blómin standa skemur en ella.
 
Jarðvegurinn í pottinum þarf að haldast rakur þegar plantan er í vexti og er ágætt að stinga fingri ofan í pottinn og vökva þegar efstu tveir cm jarðvegsins eru farnir að þorna. Afrennslisvatn ætti að fjarlægja úr undirskál eftir um 30 mínútur eða svo.
 
Framhaldslíf
 
Eitt af því sem gerir þessar plöntur svo skemmtilegar, er að þær eru auðræktaðar úti við, meira að segja hér á landi. Þær eru duglegar að mynda hliðarlauka, og því fær maður mikið fyrir peninginn. Gott ráð er að klípa slöpp blóm af svo orkan fari í að ljóstillífa og safna forða í laukinn í stað þess að mynda fræ. Þegar blómgun er lokið ætti að draga úr vökvun og leyfa blöðunum að sölna. Svo er hægt að setja laukana út í garð eftir síðasta frost. 
 
Febrúarliljur eru yfirleitt með fyrstu hátíðarliljum til að byrja að blómstra og færa okkur þannig fjær vetrardrunganum, eitthvað sem við þráum flest.
 
Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...