Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Saman stöndum vér
Skoðun 13. janúar 2022

Saman stöndum vér

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Í upphafi vil ég óska öllum lesendum Bænda­blaðsins  gleðilegs árs og þakka fyrir samferðina liðið ár.

Ég vil einnig þakka Kára Gautasyni fyrir hans starf hjá Bændasamtökunum þann stutta tíma sem hann starfaði með okkur en hann hefur tekið við starfi aðstoðarmanns landbúnaðarráðherra og óska ég honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fyrsta heila starfsár sameinaðra samtaka 

Nú er að hefjast nýtt starfsár sem verður fyrsta heila árið í sameinuðum samtökum bænda í Bændasamtökum Íslands. Þetta ár verður viðmiðunarár til framtíðar hvernig okkur tekst að halda ótrauð áfram fram á veginn með íslenska bændur sameinaða undir einum samtökum. Nú reynir á að bændur standi saman um hagsmuni íslenskrar framleiðslu á þeim frábæru og heilnæmu afurðum sem bændur framleiða á hverjum degi, neytendum til hagsbóta og öryggi Íslands í fæðuöryggi til framtíðar.

Getum horft stolt fram á veginn

Margar áskoranir eru á vettvangi frum­framleiðslu landbúnaðarafurða. Við getum horft stolt fram á veginn og sem dæmi þá hefur veiran leikið okkar samfélag grátt en bændur hafa staðið vaktina og tekist að afhenda hnökralaust heilnæmar afurðir til íslenskra neytenda. Á komandi árum verður mikilvægt að horfa til framtíðar hvernig við sem framleiðendur getum gert enn betur á grundvelli frumframleiðslunnar með betri nýtingu afurða og dregið úr kolefnislosun greinarinnar. Ráðinn hefur verið til starfa hjá Bændasamtökunum umhverfisfræðingur sem mun aðstoða okkur bændur til að gera enn betur í þeim efnum og vil ég bjóða Val Klemensson velkominn til starfa. Við höfum þegar sett nokkur verkefni af stað sem koma til með að nýtast okkur til framtíðar í að nýta afurðir enn betur, en ábyrgð okkar er mikil í þeim efnum.  

Einfalda þarf regluverk í kringum eftirlit 

Það eru ekki síður áskoranir til framtíðar hvernig við náum að takast á við það verkefni að einfalda regluverk í kringum eftirlit og bæta starfsumhverfi greina í landbúnaði svo þær geti vaxið og dafnað. Þar horfi ég til þeirra gríðarlegu kvaða sem settar eru á uppbyggingu eldishúsa í svínarækt og alifuglarækt en starfsskilyrðum þeirra búgreina eru settar miklar skorður á meðan samsvarandi skorður eru ekki settar á t.a.m. slíkar byggingar í löndum eins og Danmörku og Hollandi þar sem byggð er mun þéttari.

Mikil umræða er um aðbúnað dýra í kjölfar umfjöllunar um blóðtöku úr fylfullum merum og tel ég mikilvægt að þeir sem stunda þessa framleiðslu afurða geri það á grundvelli útgefinna starfsleyfa og það sé skilgreint á afurðir sem hver og einn framleiðir.

Samstaða aldrei mikilvægari 

Það er mikilvægara nú sem aldrei áður að bændur gangi inn í nýtt ár og standi saman í málefnum landbúnaðar, óháð því hvað þeir framleiða. Saman stöndum vér en sundraðir föllum vér.

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda
Skoðun 21. júní 2022

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda

Mikið er rætt um breytt veðurfar um þessar mundir og eru allar líkur á því að...

Traust og „chill“
Skoðun 20. júní 2022

Traust og „chill“

Það hlýtur að heyra til undantekninga að landbúnaðarmiðaður prentmiðill sé sa...

Grafalvarleg staða kjötframleiðslu
Skoðun 9. júní 2022

Grafalvarleg staða kjötframleiðslu

Margt fellur með íslenskri kjötframleiðslu, landgæði, vatn, skilningur neytend...

Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska eldislaxins
Skoðun 1. júní 2022

Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska eldislaxins

Síðastliðinn áratug hafa áskoranir laxeldisgreinarinnar á Íslandi breyst að því ...

Nagandi afkomuótti
Skoðun 23. maí 2022

Nagandi afkomuótti

Öllum sem fylgjast með ástandi heimsmála og samfélagsins hlýtur að vera ljóst að...

Hvað verður um nautakjötsframleiðsluna?
Skoðun 16. maí 2022

Hvað verður um nautakjötsframleiðsluna?

Mikið er ritað og rætt um hækkandi vöruverð og dýrari matarinnkaup þessi misseri...

Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum
Skoðun 12. maí 2022

Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum

Stríðið í Úkraínu hefur sett hrávörumarkaði heimsins á hliðina, breytt jafnvægi ...

Ómetanleg verðmæti
Skoðun 12. maí 2022

Ómetanleg verðmæti

Vorið er tími vonar og væntinga og þá hýrnar yfir Íslendingum, ekki síst nú efti...