Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Miklir möguleikar
Skoðun 14. nóvember 2014

Miklir möguleikar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þótt ákveðin pólitísk öfl finni íslenskum landbúnaði allt til foráttu og leggi þess í stað lóð sín á vogarskálar hagsmunabaráttu stórkaupmanna, þá þurfa íslenskir bændur síður en svo að örvænta. Öll vísindaleg rök benda nefnilega til að vaxandi þörf verði fyrir framleiðslu bænda á norðlægum slóðum á næstu árum og áratugum.


Vísindamenn stofnana Samein­uðu þjóðanna virðast nú flestir vera komnir á þá skoðun að loftslagsbreytingar af mannavöldum sé staðreynd. Tala þeir nú um að þær loftslagsbreytingar sem þegar séu að eiga sér stað muni hafa áhrif á fæðuöryggi jarðarbúa. Ræktarlönd í hitabeltinu og á heittempruðum svæðum muni tapast vegna breytinga á veðurfari og að það muni ógna fæðuöryggi jarðarbúa. Þar af leiðir muni m.a. svæði á norðlægum slóðum verða æ mikilvægara fyrir matvælaframleiðslu heims­byggðarinnar.

Athyglisvert er að skoða þessi varnaðarorð í ljósi þess sem verið hefur að gerast í Evrópu og Ameríku á liðnum áratugum. Þar hefur þróunin verið sú að til að auka framleiðni í landbúnaði þá hafa menn farið þá leið að nauðbeita land og ná upp meiri uppskeru með óhóflegri áburðar- og efnanotkun.  Ekki verður þó haldið mikið lengra á þessari braut án þess að illa fari. Þá  hefur ótölulegur fjöldi frétta verið af tilraunum manna til að auka kjötframleiðslu „með sem hagkvæmustum hætti“. Þar hafa menn beitt fúkkalyfjum, sterum og erfðabreyttum jurtum til að reyna að ná hámarksafköstum. Þessu fylgja margháttaðir kvillar. Einn fylgifiskurinn er óhófleg notkun eiturefna. Það er m.a. talið hafa orsakað mikinn býflugnadauða í Evrópu og Bandaríkjunum, en býflugur eru einmitt lykillinn að ræktun nytjajurta til manneldis.


Auk þessa þá horfa Evrópumenn á þá staðreynd að sífellt meira ræktarland er tekið undir annað en landbúnað. Þannig hefur í Evrópuríkjum verið tekið land sem nemur ríflega flatarmáli  Íslands, eða yfir 100 þúsund ferkílómetrum, undir aðra starfsemi en landbúnað. Það fækkar því óðum landkostunum til matvælaframleiðslu. Smám saman má því gera ráð fyrir að framboðið minnki á erlendum útflutningsmörkuðum. Í aukinni landnýtingu eiga Íslendingar hins vegar mikla möguleika. Ekki má heldur gleyma því að íslenskur landbúnaður er laus við þau eiturefni og fúkkalyfjaóhóf sem nú veldur usla víða um lönd.

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...