Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Meltingarsjokk vegna brennisteinsúrfellis
Skoðun 17. júlí 2015

Meltingarsjokk vegna brennisteinsúrfellis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verkfræðiprófessor við Háskóla Íslands telur að ærdauðinn í vetur og vor geti stafað af meltingarsjokki vegna brennisteinsúrfellinga úr Holuhrauni. Regn losaði brennistein úr gosmekkinum yfir Norður- og Vesturlandi.

Um 4.660 kindur létust í vetur og vor án þess að viðhlítandi skýring hafi fundist og ýmsar skýringar á ærdauðanum hafa verið settar fram. Talað hefur verið um að dauðinn stafi af völdum sjúkdóms, lélegs fóðurs eða að féð hafi verið rúið of snemma og veturinn kaldur. Einnig er talið að um samverkandi þætti geti verið að ræða.

Jónas Elíasson, rannsóknar­prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands, telur mögulegt að ærdauðinn stafi af meltingarsjokki hjá ám vegna brennisteinsúrfellinga úr gosefnum úr Holuhrauni.

Jónas er félagi í alþjóðlegum samtökum um rannsóknir á gosösku úr lofti. Meðlimir samtakanna mældu gosösku, brennistein og önnur efni sem komu frá eldstöðvunum í Holuhrauni eins og Bændablaðið hefur greint frá. Þar er fjallað um líkan sem má nota til að reikna hvar brennisteinninn féll, og rannsaka fylgni milli brennisteinsúrfellisins og ærdauðans.

Hann segir að erfiðustu aðstæðurnar fyrir ærnar séu þegar beitilandið er að koma undan snjó og brennisteinninn í snjónum verður eftir á grasinu. Þegar landið skolast svo í úrkomu sem ekki inniheldur brennistein, hverfur hann smám saman. Því mun hann varla finnast nú þótt eftir honum sé leitað.

Til að mæta þessari hættu hefði þurft að taka sýni úr úrkomu og jarðvegi, og ekki hleypa lambfé á mengað beitiland fyrr en mengunin er horfin.

Fóstrið og mjólkin gengur fyrir

„Magnið af brennisteini sem fé innbyrti er ekki nægjanlegt til að valda eitrun en samt nóg til að setja meltingu þess og næringarefnaupptöku úr skorðum og valda næringarskorti þannig að féð deyr úr hor þrátt fyrir að hafa nóg hey.

Fari næringarefnaupptaka lembdra áa úr skorðum gengur þroski lamba í móðurkviði eða framleiðsla mjólkurinnar eftir burð fyrir í líkamsstarfsemi ærinnar og það getur dregið hana til dauða.“

Brennisteinn úr Holuhrauni

Jónas segir að úrkoma hreinsi brennistein og önnur aðskotaefni úr loftinu. Einkum er snjókoma mikilvirk hreinsun. Svo virðist sem ærdauðinn sé á svæðum þar sem gosmökkurinn frá Holuhrauni fór yfir landið með úrkomuátt.

„Menn hafa hafnað þessari tilgátu á þeim forsendum að fé sem var næst gosstöðvunum hafi sloppið. Slíkt fellur samt ágætlega að hugmyndinni því Austurland er næst gosstöðvunum og fær gosmökkinn til sín í vestanátt og eins og allir vita rignir ekki í vestanátt á Austfjörðum. Hins vegar rignir á Norður- og Vesturlandi í austanátt. Það svæði fékk mökkinn yfir sig með úrkomuátt og þar er ærdauðinn mestur.“

Skylt efni: Skoðun | ærdauðinn | holuhraun

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019
Skoðun 16. janúar 2023

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019

Árið 2022 var sögulegt, eftir tveggja ára baráttu við Covid-19 sjúkdóminn, sem e...

Biðin er ótæk
Skoðun 1. desember 2022

Biðin er ótæk

Nú liggur fyrir að þróun áburðarverðs á heimsmarkaðsverði hefur verið heldur á u...

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi
Skoðun 24. nóvember 2022

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi

Við undirritun EES-samningsins 1992 byggði samstarf ESB á ákveðnum sáttmálum.

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda
Skoðun 21. júní 2022

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda

Mikið er rætt um breytt veðurfar um þessar mundir og eru allar líkur á því að...

Traust og „chill“
Skoðun 20. júní 2022

Traust og „chill“

Það hlýtur að heyra til undantekninga að landbúnaðarmiðaður prentmiðill sé sa...

Grafalvarleg staða kjötframleiðslu
Skoðun 9. júní 2022

Grafalvarleg staða kjötframleiðslu

Margt fellur með íslenskri kjötframleiðslu, landgæði, vatn, skilningur neytend...

Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska eldislaxins
Skoðun 1. júní 2022

Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska eldislaxins

Síðastliðinn áratug hafa áskoranir laxeldisgreinarinnar á Íslandi breyst að því ...

Nagandi afkomuótti
Skoðun 23. maí 2022

Nagandi afkomuótti

Öllum sem fylgjast með ástandi heimsmála og samfélagsins hlýtur að vera ljóst að...