Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Söfnunargámur fyrir dýrahræ.
Söfnunargámur fyrir dýrahræ.
Mynd / ÁL
Lesendarýni 5. maí 2023

Úrgangur dýrahræja

Höfundur: Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Dýraúrgangur er eðlilegur fylgifiskur í matvælaframleiðslu úr dýraafurðum auk þess sem alltaf fellur til dýraúrgangur af öðrum ástæðum. Dýrahræ eru skilgreind sem landbúnaðarúrgangur samkvæmt reglugerð um urðun úrgangs.

Halla Signý Kristjánsdóttir.

Samkvæmt 7. gr. reglugerðarinnar er einungis heimilt að urða dýrahræ, smitandi sláturúrgang og annan smitandi landbúnaðarúrgang að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar að höfðu viðráði við héraðsdýralækni.

Svona er staðan, hvað er þá vandamálið?

Úrræði vantar

Vandamálið er að núverandi lög og reglur ganga ekki upp þar sem nauðsynlega innviði skortir. Það er einungis einn brennsluofn til að brenna hræ hér á landi og annar hann ekki þörf. Úrgangsmál eru á ábyrgð sveitarfélaganna og falla undir lögbundið hlutverk þeirra, þ.e. söfnun og meðferð úrgangs og skólps. En segja má að dýrahræ sé úrgangsflokkur sem snýr minna að loftslagsmálum og auðlindanýtingu heldur fremur að sóttvarnar- og hollustuháttasjónarmiðum.

Staðan hefur verið sú um tíma að nokkur sveitarfélög hér á landi hafa boðið upp á þá þjónustu að safna saman dýrahræjum af sjálfdauðum dýrum, dýrum sem lógað er vegna sjúkdóma auk sláturúrgangs og komið til förgunar.

Söfnun hræja og förgun er bæði mjög dýr og erfið í framkvæmd, m.a. vegna varnarlína og er þessi leið varla í boði lengur þar sem sveitarfélögin koma ekki lengur úrganginum frá sér.

Sameiginleg ábyrgð

EFTA dómstóllinn hefur komst að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar hvað varðar meðferð dýraleifa, einkum með því að hafa hvorki komið á viðeigandi kerfi til að meðhöndla dýraleifar með þeim hætti sem mælt er fyrir um í lögum, né eftirlitskerfi til að tryggja að þessum lagafyrirmælum sé fylgt. Dómstóllinn sagði einnig að íslensk stjórnvöld hafi látið það hjá líða að koma í veg fyrir að dýrahræ, sláturúrgangur af áhættuflokki 3 og úrgangur frá heimaslátrun væru urðuð á viðurkenndum urðunarstöðum og að koma í veg fyrir að dýrahræ og úrgangur frá heimaslátrun séu grafin á staðnum án þess að uppfyllt séu skilyrði reglugerða.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi gaf út nýverið minnisblað sem fjallar um ráðstöfun dýraleifa, þ.m.t. um ábyrgð sveitarstjórna og mögulegar úrvinnsluleiðir og er ætlað að varpa ljósi á skyldur sveitarfélaga hvað varðar ráðstöfun dýraleifa, svo og helstu ráðstöfunarleiðir sem nú eru tiltækar eða til greina kæmi að byggja upp. Finna má þetta minnisblað inni á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Sameiginlegt vandamál, sameiginleg lausn

Þótt ábyrgð á úrgangsmálum sé hjá sveitarfélögum þá er mikilvægt að ríkið komi að og vinni með sveitarfélögunum við að byggja upp innviði líkt og brennslustöð fyrir dýraúrgang. Það þarf sérhæfða brennslustöð í eyðingu dýraúrgangs þar sem dýrahræ eru illbrennanleg vegna rakainnihalds og nýtast því illa í hefðbundnar brennslustöðvar sem nýta má í orkuframleiðslu.

Auk þess þarf ríkið að aðstoða sveitarfélögin við að leita lausna á þeim vanda sem upp er komin og í þeim verkefnum er af mörgu að taka svo sem eins og flutningur á úrgangi á milli varnarlína.

Við vorum óþægilega minnt á það í dymbilvikunni þegar riða greindist á bæ í Miðfirði, að hraða þarf vinnu við lausn á málinu. Þar var sauðfjársvæði sem var alveg hreint og minnir okkur á að fara varlega með smitaðan úrgang á milli svæða.

Það er mikilvægt að unnið verði á breiðum grunni hjá viðkomandi ráðuneytum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga til þess að koma með sameiginlega lausn á þeim vanda sem blasir við í úrgangsmálum dýrahræja.

Jarðgöng undir Reynisfjall með aðliggjandi láglendisvegi
Lesendarýni 23. nóvember 2023

Jarðgöng undir Reynisfjall með aðliggjandi láglendisvegi

Árið 1984 voru Dyrhólahreppur og Hvammshreppur sameinaðir í einn hrepp, Mýrdalsh...

„Ærnar renna eina slóð“ – Um kindagötur
Lesendarýni 21. nóvember 2023

„Ærnar renna eina slóð“ – Um kindagötur

Göngumanni í íslenskum úthaga er það léttir að ramba á kindagötu. Því má treysta...

Fé smalað með dróna
Lesendarýni 20. nóvember 2023

Fé smalað með dróna

Í haust og fyrrahaust gerði ég tilraunir með að smala með dróna, af svæði sem er...

Samfélagsskuld við bændur
Lesendarýni 10. nóvember 2023

Samfélagsskuld við bændur

Starfsskilyrði bænda hafa verið í umræðunni síðustu daga og vikur. Loksins.

Kolefnisbinding í sauðfjárrækt
Lesendarýni 9. nóvember 2023

Kolefnisbinding í sauðfjárrækt

Á undanförnum árum hefi ég fjallað um kolefnisspor dilkakjöts frá ýmsum hliðum. ...

Borgaralaun fyrir bændur
Lesendarýni 8. nóvember 2023

Borgaralaun fyrir bændur

Núverandi staða bænda er óásættanleg. Stöðugar fréttir berast af því að stór hlu...

Þegar sett eru lög um starfsemi sem í raun fela í sér bann
Lesendarýni 7. nóvember 2023

Þegar sett eru lög um starfsemi sem í raun fela í sér bann

Árið 2011 voru sett lög um skeldýrarækt sem þáverandi formaður Samtaka atvinnulí...

Tillaga um jarðalánasjóð
Lesendarýni 6. nóvember 2023

Tillaga um jarðalánasjóð

Ég legg hér með fram tillögu sem miðar að því að stórlækka fjármagnskostnað og a...