Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Starfsemi RML
Lesendarýni 18. júlí 2022

Starfsemi RML

Höfundur: Karvel Karvelsson

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur það meginhlutverk að vera ráðgjafarfyrirtæki í landbúnaði og er að fullu í eigu Bændasamtakanna og þar af leiðandi bænda og hefur sem slíkt ansi víðtækt hluverk.

Karvel Karvelsson

Auk þess að veita bændum hlutlausa og óháða ráðgjöf sinnir RML ráðgjöf til ýmissa hagaðila svo sem ríkisstofnana, ráðuneyta og einkaaðila. Til að geta sinnt þessu hlutverki þarf fyrirtækið að búa að fjölbreyttum mannauði, fólki með sérþekkingu á sínu sviði, fólki sem hefur aðgang að nýjustu þekkingu og getur miðlað upplýsingum.

RML heldur utan um öll skýrsluhaldskerfi Bændasamtakanna en þar á landbúnaðurinn gríðar­legt gagnasafn sem nýtist við upplýsingajöf, ráðgjöf og við kynbótastarfið. Starfsemi RML og fræðastofnana landbúnaðarins er nátengd og í gegnum tíðina hafa þessir aðilar lagt sig fram um að halda uppi góðu samstarfi með ýmiss konar samvinnu og samtali. Það er mikilvægt að þessar stoðir landbúnaðarins vinni saman með bændum við þær krefjandi aðstæður sem íslenskir bændur búa við, ekki síst um þessar mundir.

RML hefur frá stofnun þurft að taka mið af þeim hröðu breytingum sem eru að verða bæði í samfélaginu almennt sem og starfsumhverfi landbúnaðarins. Aukin áhersla á rafræn samskipti, ör tækniþróun og aukin áhersla á umhverfis­ og loftslagsmál eru dæmi um slíkt. Einnig má nefna það mikla magn gagna sem verður til bæði í gegnum skýrsluhald og með aukinni notkun tölvustýrðs vélbúnaðar við landbúnaðarstörf. Þessi gagnasöfnun og nýting þessara gagna skapar hvort tveggja í senn, stórar áskoranir og mikil tækifæri

Rafræn samskipti auka mögu­leika á því að ráðgjöf sé sinnt hratt og vel þrátt fyrir fjarlægðir. Þrátt fyrir að ákveðinn hluti þjónustu og hluti ráðgjafar geti farið fram rafrænt er það mikilvægt að ráðunautar RML þekki aðstæður vel og séu í góðum tengslum við bændur. Starfsfólk RML er staðsett á um tólf stöðum víðs vegar um landið og býr að yfirgripsmikilli þekkingu á staðháttum og hefur mikla tengingu við bændur. Engu að síður viljum við gjarnan gera enn betur í þeim efnum og það kom fram í þjónustukönnun sem við gerðum nýlega að bændur vilja mjög gjarnan að ráðgjöf RML sé almennt aðgengilegri og eftirfylgni sé meiri. Um 430 bændur tóku þátt í þjónustukönnuninni og við munum nýta þær upplýsingar til að efla þá starfsemi sem bændur eru með beinum hætti að óska eftir.

Rekstur RML hefur gengið ágætlega þrátt fyrir að ríkisframlag til ráðgjafarþjónustu hafi minnkað ár frá ári. Nú er svo komið að innan við helmingur tekna RML kemur í gegnum framlög frá ríkinu. Það skýtur nokkuð skökku við að þrátt fyrir þær áskoranir sem blasa við íslenskum landbúnaði þá sé framlag til ráðgjafarþjónustu að minnka. Rétt er þó að taka fram að ríkið og ráðuneyti þess hafa verið að styrkja starfsemi RML með beinum samningum um ákveðinn verkefni, svo sem loftslags­ og umhverfisverkefni. Þau verkefni nýtast við þekkingaröflun en ekki síður við miðlun nýrrar þekkingar beint til bænda og annarra hagaðila. Samningar og þróunarverkefni sem RML hafa tekið að sér voru á síðasta ári um 14 prósent af tekjum fyrirtækisins og hafa farið vaxandi. Beinar tekjur vegna ráðgjafar, sölu á þjónustu, og notendagjöld vegna hugbúnaðar eru á milli þrjátíu og fjörutíu prósent af tekjum. Gera má ráð fyrir að allavega hluti þessa tekjustofns haldi áfram að minnka hlutfallslega þar sem bændum er að fækka, nema það takist að snúa þeirri þróun við.

Starfsemi RML þarf að taka mið af þessum áskorunum sem raktar hafa verið hér á undan. Fram kom í þjónustukönnun, sem ég minntist á hér fyrr í greininni, að við þyrftum að gera betur í að koma upplýsingum á framfæri um fyrirtækið og sem einn liður í því mun ég fara í nokkrum greinum yfir helstu starfsemi RML í næstu tölublöðum Bændablaðsins.

Skylt efni: RML

Námsferð nema Garðyrkjuskólans
Lesendarýni 28. september 2023

Námsferð nema Garðyrkjuskólans

Þann 19. ágúst sl. héldu af stað 24 nemendur í námsferð til Danmerkur. Ferðinni ...

Þúsund tonna kornþurrkstöð í Eyjafirði of lítil
Lesendarýni 28. september 2023

Þúsund tonna kornþurrkstöð í Eyjafirði of lítil

Í vor vann ég lokaverkefni mitt í búvísindum við Landbúnaðar­háskóla Íslands. Fj...

Sömu tækifæri um allt land
Lesendarýni 27. september 2023

Sömu tækifæri um allt land

Ísland eignaðist nýlega einhyrning, frumkvöðlafyrirtæki sem er metið á yfir einn...

Opið bréf til forsætisráðherra
Lesendarýni 26. september 2023

Opið bréf til forsætisráðherra

Nú styttist í jólin og í nýtt ár. Í landinu okkar eins og öðrum löndum um heimin...

Kvikmyndin Konungur fjallanna
Lesendarýni 25. september 2023

Kvikmyndin Konungur fjallanna

Bíóhúsið á Selfossi var troðfullt af fólki sunnudagskvöldið 10. sept. sl. þar se...

Aukinn stuðningur til vínbænda innan ESB á árinu 2023
Lesendarýni 22. september 2023

Aukinn stuðningur til vínbænda innan ESB á árinu 2023

Í júní síðastliðnum samþykkti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sérstakar ráðst...

Landsbyggðin lifi
Lesendarýni 15. september 2023

Landsbyggðin lifi

Samtökin Landsbyggðin lifi voru stofnuð formlega árið 2001 sem íslenski armur sa...

Brókarvatn og borusveppir
Lesendarýni 14. september 2023

Brókarvatn og borusveppir

Eitthvað var það. Jafnvel eitthvað áhugavert. En um leið og ég settist niður til...