Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Höfundur: Högni Elfar Gylfason, sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæm

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sömu átt.

Högni Elfar Gylfason.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, sem innheldur Vinstri græna, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, hefur á líftíma sínum ítrekað unnið gegn íslenskum landbúnaði og framleiðslu matvæla hér á landi. Þrátt fyrir endurtekinn fagurgala matvælaráðherra og annarra ráðherra og þingmanna ríkisstjórnarflokkanna hafa aðgerðir oft og tíðum verið þvert á fögru orðin. Slíkur framgangsmáti hefur gjarnan verið nefndur „að tala tungum tveim“ og má segja að það orðfæri eigi vel við.

Hvers vegna er staðan sú sem nefnd er hér að ofan? Sennilega má tengja aðgerðir og ekki síður aðgerðarleysi á fyrra kjörtímabili ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur við áhugaleysi þáverandi ráðherra landbúnaðar úr röðum Sjálfstæðisflokks. Þar kom nokkuð skýrt fram að áherslurnar snérust að öðrum hlutum en landbúnaðarframleiðslu á Íslandi. Skýrasta dæmið um það er ef til vill það að þá voru landbúnaðarmálin sett ofan í skúffu og aftast í forgangsröðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar. Á því kjörtímabili var velmegunartímabil innflytjenda matvara á kostnað innlendrar framleiðslu. Skattar á innfluttar vörur voru ýmist felldir niður eða minnkaðir til muna og leyft var að stórauka innflutning í beinni samkeppni við framleiðslu íslenskra bænda. Þá var tollareglum er varða útboð tollkvóta breytt til samræmis við kröfur samtaka innflytjenda.

Með þessum breytingum var ekki gætt að því að einungis væru fluttar inn landbúnaðarafurðir sem stæðust innlendar kröfur um aðbúnað og velferð dýra, notkun hormóna eða sýklalyfja til að koma í veg fyrir veikindi og til aukningar vaxtarhraða dýranna. Þá er öllum ljóst að óheyrilegt magn kjöts er flutt inn til Evrópusambandsins frá löndum þar sem reglur um starfsemina eru í besta falli óljósar. Það kjöt er selt innan ESB sem framleiðsluvara þess lands sem pakkar vörunni í neytendaumbúðir án þess að geta upprunans og það er mjög líklega hluti þess sem flutt er til Íslands.

Á núverandi kjörtímabili ríkisstjórnarinnar hefur verið bætt í andstöðuna við íslenskan landbúnað og má jafnvel líkja henni við andúð á störfum þúsunda Íslendinga við framleiðslu heilnæmra matvæla fyrir landsmenn.

Á hvaða grunni landbúnaðarandúð ríkisstjórnarflokkanna byggist er rannsóknarefni, en þó má geta sér til um það með því að skoða aðgerðir og ekki síður aðgerðarleysi í málefnum greinarinnar.

Eitt er það sem virðist vera gegnumgangandi og nokkuð ljóst, en það er að matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ásamt ríkisstjórnarflokkunum, telji framleiðslu matvæla á Íslandi valda hækkun hitastigs á jörðinni, en þeirri skoðun hafa ekki fylgt nein skynsamleg rök eða sannanir á sekt greinarinnar. Í því skjóli hefur stefnan verið sett á að draga úr eða hætta framleiðslu kjöt- og mjólkurvara í landinu í því skyni að lækka hitastig og bæta veðurfar um heim allan. Það er ótrúleg staða að tiltölulega fámennur hópur fólks með öfgakenndar skoðanir geti þannig þvingað loftslagstrúmálum sínum upp á þjóðina og eyðilagt um leið matvælaframleiðslu í landinu með því stórskerta fæðu- og matvælaöryggi sem fylgir.

Ekki er pláss hér til að þylja upp allar þær skaðlegu aðgerðir né enn skaðlegra aðgerðarleysi ríkisstjórnarflokkanna í málefnum íslenskrar matvælaframleiðslu og læt ég duga að benda hér á fáein atriði.

  • Ástæðulaus skattahækkun á heyrúlluplast á röngum forsendum
  • Eyðilegging landbúnaðarlands með því að moka ofan í skurði
  • Aðför að sauðfjárbændum með banni við beit á mjög stórum hluta landsins með tillögu að „reglugerð um sjálfbæra landnýtingu“ og í raun bann við sauðfjárbúskap í núverandi mynd. Komið hefur fram að engin vísindaleg rök standa að baki tillögunum.
  • Aukin skattheimta, eftirlit og innleiðingar refsinga á hendur greininni með tillögu að breytingum á lögum um dýrasjúkdóma. Lagt er til að gera fyrirtækjum refsingu fyrir háttsemi sem ekki er hægt að komast hjá hérlendis.

Að endingu má segja að nýleg frétt á Vísi vakti furðu margra. Þar var starfandi matvælaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sögð hafa látið bændur á Búnaðarþingi heyra það varðandi lélegar merkingar matvæla og að þeir yrðu að bæta úr því svo Íslendingar vissu hvað þeir keyptu. Undirritaður gat reyndar ekki séð við lestur fréttarinnar að athugasemdirnar snéru að bændum, enda er Katrín ekki svo grunnhyggin að halda að íslenskir bændur hafi eitthvað um merkingar matvæla í eigu annarra að segja. Þá hafa samtök bænda og bændur sjálfir árum saman reynt að fá stjórnvöld til að breyta reglum um merkingar til betri vegar, en á það hefur ekki verið hlustað. Gagnrýnin hlýtur því að hafa beinst að sjálfum ræðumanni og ríkisstjórn hans fyrir áhuga- og getuleysið í málaflokknum. Í kjölfarið á þessari frétt í Vísi birtust reyndar önnur skrif frá þingmanni Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi um sama málefni. Þar gengur hann lengra en formaður flokksins og sakar bændur beint og krókalaust um að bera ábyrgð á lélegum merkingum matvæla. Það er sorglegt að horfa upp á það þegar fólk reynir að kenna öðrum um eigin getuleysi. Það er nefnilega svo að ráðherra matvæla á Íslandi er meðlimur í flokki Vinstri grænna og því á hans ábyrgð að verið er að plata fólk alla daga með lélegum og villandi merkingum matvara á Íslandi.

„Árinni kennir illur ræðari.“

Halla Hrund: Okkar bestu meðmæli
Lesendarýni 24. maí 2024

Halla Hrund: Okkar bestu meðmæli

Við Íslendingar búum svo vel að margir hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér...

Ágangur búfjár: Sagan endalausa
Lesendarýni 23. maí 2024

Ágangur búfjár: Sagan endalausa

Á undanförnum árum hefur umræða um ágang sauðfjár stóraukist í sveitum landsins.

Pottur brotinn í merkingu snyrtivara
Lesendarýni 22. maí 2024

Pottur brotinn í merkingu snyrtivara

Mikið hefur borið á því að íslensk fyrirtæki framleiði og selji vörur með merkin...

Verndum Viðey
Lesendarýni 22. maí 2024

Verndum Viðey

Árið 2011 var Viðey eða Minna- núpshólmi í Þjórsá friðuð. Eyjan er rúmir þrír he...

Frá aðalfundum skógarbænda
Lesendarýni 20. maí 2024

Frá aðalfundum skógarbænda

Aðalfundur Félags skógarbænda á Suðurlandi (FsS) var haldinn á Hótel Stracta lau...

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...