Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Mynd / ál
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Höfundur: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæludýr eða búfénað. Við berum ábyrgð á því að dýrunum líði vel, þau búi við góðar aðstæður og fái að njóta lífsins. Bændur landsins, sá trausti hópur sem vinnur af heilindum og elju, vita að velferð dýra er grundvallaratriði í öllu dýrahaldi.

Á Íslandi er staða búfjár almennt góð. Kindur ganga frjálsar stóran hluta ársins og kýr fá að njóta útiveru á sumrin. Undir berum himni sýna skepnurnar sitt eðlilega atferli sem eykur lífsgæði þeirra til muna. Þetta er eitthvað sem við eigum að varðveita. Öll dýr eiga rétt á að lifa lífi sem er laust við hungur, þjáningar og sjúkdóma. Um þetta er skýrt kveðið í lögum um dýravelferð.

Endurskoðun stefnu og lagaumhverfis

Eftirlit með því að farið sé eftir lögum um dýravelferð verður að vera virkt og markvisst. Þegar upp koma vafaatriði verður velferð dýranna alltaf að hafa forgang. Öll málsmeðferð þarf að vera vönduð og ef dýr búa við slæmar aðstæður eiga þau ætíð að njóta vafans.

Á síðustu árum hefur komið fram að þörf sé á endurskoðun á ákveðnum þáttum laga um velferð dýra. Ég hef því sett af stað vinnu í því augnamiði að styrkja stjórnsýslu á sviði dýravelferðar og dýraheilbrigðis og móta heildstæða stefnu fyrir málaflokkinn. Markmiðið er að skapa starfsumhverfi sem tryggir yfirsýn yfir heilbrigði og velferð dýra á sama tíma og við gerum enn betur í eftirliti og aðgerðum sem tryggja ábyrgt dýrahald.

Hugmyndafræði Einnar heilsu

Í nýlegri matvælastefnu er lögð áhersla á að öll framleiðsla miði að heilbrigðu umhverfi, heilbrigði dýra og heilsu fólks. Til að ná þessum markmiðum þarf heildstæða stefnumótun um velferð dýra þar sem horft er til hugmyndafræði „Einnar heilsu“ (e. One Health), þar sem heilsa manna, dýra og umhverfis mynda eina heild. Með því að nálgast þessi mál á heildstæðan hátt getum við stuðlað að bættri heilsu fyrir okkur öll. Í haust mun ég leggja fram þingmál þessu tengdu.

Samtakamáttur, nýsköpun og breytingar

Það er því bæði eftirsóknarvert og æskilegt að gera betur í þessum efnum hér á landi. Slíkum umbótum er raunhæft að ná fram án þess að knésetja íslenskan landbúnað enda þarf ekki endilega mikið til þess að búskapurinn verði enn heilnæmari og í anda “einnar heilsu”.

Þegar við tryggjum dýrunum betri aðstæður stuðlum við ekki aðeins að betri líðan þeirra heldur einnig að bættri heilsu okkar sjálfra og umhverfisins. Það er því brýnt að við setjum fram markvissa og skýra stefnu sem tekur mið af því að tryggja heilnæmt umhverfi, heilbrigði dýra og betri heilsu fólks. Með slíkri stefnumótun og samstilltu átaki getum við skapað samfélag þar sem velferð dýra og heilsa okkar allra er í forgrunni. Vanmetum ekki þann kraft sem býr í samhentum aðgerðum og sameiginlegu átaki.

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...