Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
5 kW vindknúin einkarafstöð á 9 metra háum turni.
5 kW vindknúin einkarafstöð á 9 metra háum turni.
Lesendarýni 18. janúar 2023

Lægri raforkukostnaður bænda

Höfundur: Magnús Jóhannesson, framkvæmdastjóri Smáorku ehf.

Verulegar verðhækkanir á ýmsum aðföngum undanfarna mánuði hefur sett búskap í landinu í uppnám og æ erfiðara reynist fyrir bændur að ná endum saman.

Magnús Jóhannesson

Raforkukostnaður er stór hluti þess kostnaðar sem bændur þurfa að standa undir. Raforkukostnaði má skipta í tvennt, þ.e. keypt raforka per kWst og flutningur raforkunnar. Samkvæmt upplýsingum á aurbjorg.is (28.12.2022) þá er kaupverð hverrar kWst frá um 7 til 9 krónur og reikna má með að flutningur raforkunnar sé á svipuðu verði án niðurgreiðslu sem t.d. garðyrkjubændur njóta, eða samtals kostnaður um 14 til 18 krónur á hverja kWst við mæli búsins.

Vindorkan var notuð á Íslandi til raforkuframleiðslu hér áður fyrr. Á 19. öld voru tvær vindmyllur notaðar í Reykjavík til kornmölunar, önnur reist árið 1830 og hin 1847. Bændur nýttu sér litlar vindrafstöðvar, sem voru töluvert algengar, þegar sveitir landsins voru rafvæddar.

Nú býðst bændum að kaupa vindknúnar einkarafstöðvar sem lækkað geta raforkukostnað umtalsvert. Um er að ræða einkarafstöðvar sem falla vel að íslenskum aðstæðum, þola vindstyrk allt að 59,5 metrum á sekúndu og koma með 5 ára ábyrgð frá framleiðanda. Með kaupum á slíkri vél geta bændur lækkað raforkukostnað sinn um 25-40%, einangrað sig að miklu leyti frá framtíðar verðhækkunum á raforku og flutningskostnaði og bætt raforkuöryggi sitt ef raforkufall verður hjá miðlægri veitu.

Dæmið sem hér er sett upp byggir á lausn sem tengist áfram miðlægu dreifineti sem þýðir að þegar vindurinn blæs ekki þá kaupir bóndinn rafmagn af sinni veitu líkt og áður. Að sama skapi þá getur hann selt inn á netið umframorku ef einhver er. Hagkvæmast er þó að stilla stærð og framleiðslu sem næst núverandi notkun til að hámarka efnahagslegan ávinning bóndans.

Íslensk lög og reglugerðir undanskilja 1 MW og minni raforkuver frá virkjanaleyfi Orkustofnunar og vindmyllur sem eru 25 metrar á hæð (vængur í hæstu stöðu) frá kostnaðarsömu umhverfismati. Hæð 16 metra turns eða lægri, með væng í hæstu stöðu er þannig undir viðmiðunum laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og þarf því ekki að fara í umhverfsmat. Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir einkarafstöðina.

Skylt efni: raforkuverð

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...

Tækifæri í kolefnisjöfnun
Lesendarýni 13. mars 2025

Tækifæri í kolefnisjöfnun

Undanfarin ár hefur verið nokkur umræða um kolefnisjöfnun sem loftslagsaðgerð. B...

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar
Lesendarýni 13. mars 2025

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar

Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í na...

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?
Lesendarýni 12. mars 2025

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?

Í þessari grein er fjallað um blöndun á eldislaxi við villtan lax sem gerist þeg...

Kýrlaus varla bjargast bær
Lesendarýni 12. mars 2025

Kýrlaus varla bjargast bær

Í síðasta Bændablaði birtu Baldur Helgi Benjamínsson og Jón Viðar Jónmundsson ág...

Um áveitur og endurheimt mýra
Lesendarýni 11. mars 2025

Um áveitur og endurheimt mýra

Nýverið gekk ég yfir götuna á Hvanneyri og heimsótti Bjarna Guðmundsson, fyrrver...