Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Innlend matvælaframleiðsla og þjóðarhagur
Mynd / Odd Stefan
Lesendarýni 31. mars 2022

Innlend matvælaframleiðsla og þjóðarhagur

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Matvælaframleiðsla og matvæla­stefna hafa verið ofarlega á dagskrá undanfarna mánuði. Hörmuleg innrás Rússa í Úkraínu hefur enn á ný varpað ljósi á þetta viðfangsefni. Stríðsrekstur af þessu tagi hefur alvarlegar afleiðingar fyrir allan almenning, nær og fjær.

Alvarlegast er ástandið í Úkraínu sjálfri en áhrifanna gætir um heim allan. Þannig teygist á virðiskeðjum sem eru mikilvægar matvælaframleiðslu og í sumum tilvika brotna keðjurnar. Afleiðing alls þessa er að hrávöruverð og matvælaverð í heiminum rýkur upp og óttast er um áhrif á framboð matvæla þegar frá líður. Á tímum sem þessum skiptir grundvallarmáli að stjórnvöld hafi skýra sýn – vinni út frá matvæla- og landbúnaðarstefnu sem tekur tillit til þjóðarhags.

Hver er gildandi landbúnaðarstefna?

Sú orðræða, að hér á landi sé ekki skýr landbúnaðarstefna, er þrálát í opinberri umræðu. Að mati greinarhöfundar er nauðsynlegt að rétta þann kúrs og leiðrétta misskilning. Pólitísk stefna lög­gjaf­ans birtist skýrt í gildandi búvörulögum nr. 99/1993. Í a) og b)-liðum 1. gr. laganna segir:

Tilgangur þessara laga er:

a. að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur,

b. að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu.

Hlutverk landbúnaðar að tryggja framboð matvæla í landinu og þar með fæðuöryggi er því afar skýrt. Þetta ákvæði er birtingarmynd íslenskrar landbúnaðarstefnu, og er það hlutverk framkvæmdavaldsins að framkvæma stefnuna á grundvelli þeirra laga og reglna sem gilda um landbúnaðarframleiðslu. Það hefur einnig sérstakt vægi í réttarframkvæmd.

Nægir að vísa til forsendna í dómi Hæstaréttar í máli nr. 22/2021 þar sem tiltekið er að ljá verði löggjafanum mikið svigrúm við mótun landbúnaðarstefnu eins og hún birtist í 1. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Tollar á búvörur og útfærsla á viðskiptasamningum sem fela í sér ívilnanir frá almennum tollum eru órjúfanlegur hluti þessa, sbr. fyrrnefndan dóm.

Margir hlekkir eru í virðiskeðjunni

Eitt mikilvægasta verkefni stjórn­valda er að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Hver þáttur land­búnaðar­framleiðslunnar myndar einstakan hlekk sem, þegar allt er talið, skapar samfellda virðiskeðju. Hver og einn hlekkur þarf að virka og vera til staðar á óvissutímum eins og nú eða þegar náttúruvá steðjar að svo því sé einnig haldið til haga.

Auk frumframleiðslunnar þarf að horfa bæði til aðfanga- og úrvinnslu­­keðjunnar. Innlend að­föng eru mikilvæg og huga þarf að afhend­ingaröryggi þeirra. Birgða­­staða fóðurs, matvæla og landbúnaðar­afurða er þannig annar hlekkur í virðis­keðjunni sem þarf að tryggja.

Greina þarf áhrif utanaðkomandi atburða á virðiskeðjur

Í rannsókn tveggja vísindamanna við Háskóla Íslands og Norwegian University of Science and Technology, „Framing the 2010 Eyjafjallajökull volcanic eruption from a farming-disaster perspective“, er fjallað um þetta viðfangsefni út frá íslenskum veruleika.

Í greininni er undirstrikað mikilvægi þess að skilja vandamálið og að það er síbreytilegt. Ráðast þarf í forvarnir, og æfa viðbragðsáætlanir. Búa þarf til vinnuferla um hvernig læra skal af reynslunni, sem á einkar vel við núna þegar að steðjar utanaðkomandi vá sem fáir trúðu að gæti raungerst en sýnir sig nú og sannar. Hér þarf ásamt fleiru að horfa til starfsöryggis frumframleiðenda. Gríðarlegar kostnaðarhækkanir nú geta beinlínis orðið til þess að búrekstur verður í sumum tilvikum ósjálfbær og framleiðsla dregst því saman – þannig geta breytingar, hér kostnaðarhækkanir, í aðfangakeðju leitt til þess að bændur bregði búi og framleiðsla landbúnaðarvara leggist af. Allt þetta þarf að greina, skilja og bregðast við.

Framleiðsla búvara er allra hagur

Af þessu er ljóst að landbúnaðar­stefnan og útfærsla hennar er hér í lykilhlutverki en verkefnið er sameiginlegt bændum, öðrum haghöfum og stjórnvöldum. Fram­leiðsla búvara til neyslu og iðnaðar í samræmi við þarfir þjóðarinnar sem tryggir nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður er allra hagur.

Erna Bjarnadóttir.

Skógrækt og skemmtun
Lesendarýni 4. september 2024

Skógrækt og skemmtun

Þegar líður að hausti breytist yfirbragð skóganna í stórkostlega haustlitasinfón...

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna
Lesendarýni 3. september 2024

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna

Almenningur hefur að undanförnu fylgst agndofa með í fjölmiðlum hvernig fyrirtæk...

Vandar þú valið við fatakaup?
Lesendarýni 2. september 2024

Vandar þú valið við fatakaup?

Háhraða tískuiðnaðurinn (e. ultra fast fashion) tekur allt sem er slæmt við hrað...

Líforkuver á Dysnesi
Lesendarýni 23. ágúst 2024

Líforkuver á Dysnesi

Í síðustu viku opnaði ég nýjan vef Líforku. Opnun vefsvæðisins er hluti samstarf...

Íslandsmeistaramót í hrútadómum
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Íslandsmeistaramót í hrútadómum

Starfsemin á Sauðfjársetrinu á Ströndum hefur gengið mjög vel í sumar og aðsókn ...

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi

Í umræðum um matvælaverð hérlendis má oft sjá borið saman verð matarkörfu hérlen...

Fámenn þjóð í stóru landi
Lesendarýni 9. ágúst 2024

Fámenn þjóð í stóru landi

Í nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands má sjá að 365.256 (95%) Íslendingar búa í b...

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi
Lesendarýni 7. ágúst 2024

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi

Staðið hefur yfir með hléum hrina eldgosa samfara jarðhræringum á Reykjanesskaga...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Frekari fækkun sláturgripa
12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum