Grýlan er rammíslensk
Lesendarýni 8. febrúar 2024

Grýlan er rammíslensk

Höfundur: Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SSFM/BFB.

Í skýrslu sem Margrét Einarsdóttir lagaprófessor vann fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið um innleiðingu EES-reglna í landsrétt á málefnasviði ráðuneytisins á árunum 2010–2022, kemur fram að í 41% tilvika voru reglurnar meira íþyngjandi en EES-samstarfið kveður á um.

Ef eingöngu er litið til sl. fjögurra ára var hlutfallið 50% sem sýnir að vandamálið hefur verið að aukast. Þessi herðing á reglum og heimasmíðuðu ákvæði hafa verið kölluð gullhúðun eða blýhúðun. Eitt lítið dæmi sem útskýrir vandann mjög vel er þegar ákveðið var í innleiðingarferli að krefjast þess að lagnir í jörð færu í umhverfismat ef þær væru lengri en 1 km þó regluverk ESB krefðist þess að það yrði gert ef þær væru lengri en 40 km.

Annað dæmi er þegar innleiddar voru íþyngjandi reglur á stórfyrirtæki. Á Íslandi var fjöldi þeirra fyrirtækja teljandi á fingrum annarrar handar og því var ákveðið að útvíkka þær svo þær næðu einnig til minni fyrirtækja sem hafði óþarfa íþyngjandi áhrif á hundruð fyrirtækja. Um þetta var fjallað á framleiðsluþingi Samtaka iðnaðarins á dögunum en upptökuna má nálgast á vef samtakanna.

Dregur úr verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands

Undirrituð hefur kosið að nota orðið blýhúðun frekar en gullhúðun því það lýsir betur áhrifum íþyngjandi regluverks þegar það leggst af fullum þunga yfir atvinnulífið og borgarana. Blýhúðunin dregur úr framkvæmdavilja, verðmætasköpun, veldur óþarfa töfum og eykur kostnað við verk og athafnir. Fyrirtæki hafa svo engra annarra kosta völ en að velta þessum heimatilbúna aukakostnaði út í verðlagið.

Blýhúðunin á einnig við um regluverk sem almenningur þarf að lúta og skerðir því að óþörfu ráðstöfunartekjur og dýrmætan tíma venjulegs fólks. Heildarárhrifin eru þau að blýhúðunin dregur úr lífsgæðum og hagsæld hér á landi sem og samkeppnishæfni Íslands.

Ekki allt ESB / EES samningum að kenna

Samtök smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli (SSFM/BFB) hafa um árabil bent á að regluverk Evrópusambandsins sé ekki sú Grýla sem margir vilja meina að það sé, heldur sé Grýlan að stórum hluta alíslensk, eins og móðir íslensku jólasveinanna.

Grýlan birtist ekki einungis í hertari reglum og heimasmíðuðum ákvæðum í innleidda regluverkinu. Þegar kemur að framkvæmdinni læsir hún klónum ekki síður í fólk og fyrirtæki.

Með því er átt við þær heimatilbúnu hindranir sem eftirlitsaðilar búa allt of oft til í leyfisveitingaferlinu og við reglubundið eftirlit sem og viljaleysið til að nýta það svigrúm sem þó er gefið í innleidda regluverkinu, sinna leiðbeiningaskyldu og virða tímafresti.

Losum heimatilbúnu hlekkina

Utanríkisráðherra skipaði á dögunum starfshóp um aðgerðir gegn umræddri gullhúðun. Í frétt frá ráðuneytinu kemur fram að „starfshópurinn skuli taka mið af fyrri vinnu og skoða einstök tilvik um gullhúðun sem hópurinn fær ábendingar um eða hafa komið fram á öðrum vettvangi. Hópurinn geti í framhaldi af því lagt til almennar úrbætur eða vegna einstakra mála sem eru til þess fallnar að draga úr áhættunni á að gullhúðun eigi sér stað.“

Ekki er dregið úr mikilvægi þeirrar vinnu, þá sérstaklega ef hópurinn kemur með hugmyndir að úrbótum sem koma í veg fyrir að hægt sé að blýhúða regluverkið án vitundar og umræðu á Alþingi. En það er morgunljóst að ekki er nóg að skoða handahófskennt einstök mál á ólíkum málefnasviðum.Nauðsynlegt er að hver og einn ráðherra fái sérfræðing til að rýna regluverkið á sínu málefnasviði og gera sambærilega skýrslu. Engin ein aðgerð hefur meiri möguleika á að draga úr óþarfa kostnaði og verðbólgu en sú aðgerð; og það besta er að kostnaðurinn við slíka vinnu er brotabrotabrot af þeim fjárhagslega ávinningi sem hún hefur möguleika á að skapa. Matvælaráðuneytið er þar engin undantekning enda erum við í SSFM/BFB ekki í nokkrum vafa um að niðurstaðan yrði sambærileg ef regluverkið á málefnasviði þess yrði rýnt; enda bent á ýmis tilvik í ræðu og riti á undanförnum árum.

Skorum á starfandi matvælaráðherra

Við skorum því á starfandi matvælaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að fara fram á sambærilega úttekt án tafar, enda fáar aðgerðir betur til þess fallnar að auka innlenda matvælaframleiðslu og gera hana arðbærari. Ekki er vanþörf á.

Falskt fæðuöryggi undir merkjum ofstjórnar
Lesendarýni 1. mars 2024

Falskt fæðuöryggi undir merkjum ofstjórnar

Þess gætir í vaxandi mæli í þjóðfélaginu að dregnar eru upp sviðsmyndir sem í eð...

EES-samningurinn vinnur gegn rekstrarumhverfi íslenskra bænda
Lesendarýni 28. febrúar 2024

EES-samningurinn vinnur gegn rekstrarumhverfi íslenskra bænda

Eftir 1. júlí 2024 mega bændur ekki endurnota eyrnamerki/ örmerki sín í sauðfé, ...

Hið „meinta“ viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur við ESB
Lesendarýni 28. febrúar 2024

Hið „meinta“ viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur við ESB

Árið 1993 var lokið við gerð samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði og hann l...

Mikil er trú þín, Ragnar
Lesendarýni 22. febrúar 2024

Mikil er trú þín, Ragnar

Í Bændablaðinu þann 8. febrúar sl. birtist grein eftir Ragnar Árnason, prófessor...

Gerist ekkert hjá VG?
Lesendarýni 20. febrúar 2024

Gerist ekkert hjá VG?

Nú á tímum orkuskipta er mikilvægt að næg orka sé til svo hægt verði að halda áf...

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!
Lesendarýni 19. febrúar 2024

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!

Nú þurfum við ekki lengur að aka á negldum vetrardekkjum til að tryggja öryggi o...

Greiðslumarkskerfið er kúabændum hagfellt
Lesendarýni 16. febrúar 2024

Greiðslumarkskerfið er kúabændum hagfellt

Fyrir nokkrum árum, nánar tiltekið 2016, kom ég að því verki ásamt öðrum að gera...

Eru auðlindir Íslands til sölu?
Lesendarýni 14. febrúar 2024

Eru auðlindir Íslands til sölu?

„Ef virkjað verður meira mun rafmagnið seljast upp. Það verður alltaf umfram eft...