Dæmin sýna að verslanir og framleiðendur veigra sér ekki við að brjóta reglugerðir. Á vefsíðu Nettó ægir saman kjötvörum og fiskvörum merktum með íslenskum fána og virðist engu skipta hvort meginhráefni þess sé innlent eða innflutt. Hamborgara frá Stjörnugrís úr þýsku kjöti fagurlega skreyttir með íslenska fánanum.
Dæmin sýna að verslanir og framleiðendur veigra sér ekki við að brjóta reglugerðir. Á vefsíðu Nettó ægir saman kjötvörum og fiskvörum merktum með íslenskum fána og virðist engu skipta hvort meginhráefni þess sé innlent eða innflutt. Hamborgara frá Stjörnugrís úr þýsku kjöti fagurlega skreyttir með íslenska fánanum.
Leiðari 26. maí 2023

Fjársvelt neytendavernd

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri.

Reglugerð nr. 618/2017 fjallar um notkun þjóðfánans við markaðssetningu á vöru og þjónustu. Framfylgd þessarar reglugerðar virðist lítið vera sinnt.

Í reglugerðinni kemur fram að heimilt sé að nota fánamerkingu á vöru sé hún framleidd á Íslandi úr innlendu hráefni, en einnig ef hún er framleidd úr innfluttu hráefni hafi hún hlotið nægilegrar aðvinnslu hérlendis. Þó er þar tilgreint að vara teljist ekki íslensk, og megi þar af leiðandi ekki bera þjóðfánann, sé hún framleidd úr innfluttu hráefni sem telst vera einkennandi hluti vörunnar og sé eðlislík vöru sem ræktuð er og framleidd hér á landi.

Dæmin sýna að verslanir og framleiðendur veigra sér ekki við að brjóta þessa reglugerð. Í einni rafrænni búðarferð er hægt að rekast á eftirfarandi brot á reglum: Á vefsíðu Nettó ægir saman kjötvörum og fiskvörum merktum með íslenskum fána og virðist engu skipta hvort meginhráefni þess sé innlent eða innflutt. Þar er reyndar líka ýmislegt annað merkt íslenska fánanum; túnfiskur, ávaxtagrautur, maís, krydd og sykur til að gefa dæmi. Í gönguferð um verslun má sjá hamborgara frá Stjörnugrís úr þýsku kjöti fagurlega skreytta með íslenska fánanum, innflutt blóm vafin inn í umbúðir merkt þjóðfánanum og 1944 rétti með fánarönd þótt 80% hráefnis sé innflutt.

Neytendastofu er ætlað að annast eftirlit með reglugerð 618/2017. Frá árinu 2020 hefur henni borist fjölmargar fyrirspurnir og ábendingar um villandi framsetningu, upprunamerkingar eða markaðssetningu á búvöru á neytendamarkaði. Aðeins tveimur málum er lokið og tvö eru nú til meðferðar samkvæmt upplýsingum frá stofunni.

Seint á árinu 2020 kom fram stjórnarfrumvarp frá þáverandi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem nú sinnir utanríkismálum, sem lagði til mikla breytingu á skipulagningu neytendamála. Í því fólst flutningur verkefna Neytendastofu í aðra stofnanir. Ætlunin var að minnka umfang Neytendastofu niður í mýflugumynd og henni ætlað að sinna „enn um sinn“ tilteknum verkefnum. Lögin voru samþykkt með breytingum og síðan þá hefur stofnunin verið fjársvelt, starfsmönnum fækkað og geta hennar til að sinna sínu hlutverki minnkað.

Skýrt merki þess að lítið gengur né rekur í að fá eiginlegt viðbragð stjórnvalda, við þeirri merkingaróreiðu sem á sér stað á matvörumarkaði, er algjört andvaraleysi gagnvart augljósum brotum á merkingarlöggjöfinni. Mesti slagkrafturinn kemur frá landsmönnum á samfélagsmiðlum sem þreytast ekki við að senda myndir af misvísandi merkingum á matvælum. Eiginleg viðurlög við lögbrotum virðast þó engin því enn standa sömu vörur frammi í búðum.

Við þetta má bæta að löggjöfin nær ekki utan um hinn risastóra umbúðalausa veitingamarkað; sjaldan er uppruna getið í mötuneytum og á veitingahúsum. Þá nýta rótgróin íslensk vörumerki gloppur í reglum til að selja innfluttar vörur án þess að geta uppruna.

Enginn vafi er á mikilvægi þess að starfrækja öfluga stofnun tengda hagsmunum neytenda. Ein af sterkum mótvægisaðgerðum við auknum innflutningi búvara er að setja skýrar kröfur um merkingar. Ekki er nóg að hafa reglur, sú stofnun sem annast það hlutverk að framfylgja reglunum verður líka að hafa bolmagn til þess. Það hefur beinlínis verið lagaleg skylda stjórnvalda síðan þau urðu hluti af Evrópska efnahagssvæðinu að tryggja öfluga neytendavernd. Til þess að svo megi verða ættu stjórnvöld að sjá sér fært að reka þá stofnun sem annast eftirlit með notkun þjóðfánans, og öðrum afar mikilvægum neytendamálum, á sæmandi hátt.

Fjársvelt neytendavernd
Leiðari 26. maí 2023

Fjársvelt neytendavernd

Reglugerð nr. 618/2017 fjallar um notkun þjóðfánans við markaðssetningu á vöru o...

Hvað kostar tollvernd?
Leiðari 12. maí 2023

Hvað kostar tollvernd?

Tollvernd er margslungið og frekar óaðgengilegt fyrirbæri. Því er ekki skrítið a...

Egg og baunir
Leiðari 28. apríl 2023

Egg og baunir

Fæðuöryggi og framtíð norrænnar matvælaframleiðslu er í húfi ef drög að nýjum no...

Samhengið
Leiðari 5. apríl 2023

Samhengið

Hækkandi framfærslukostnaður plagar fólk bæði hér og erlendis. Alls staðar er ma...

Tölur óskast
Leiðari 24. mars 2023

Tölur óskast

Hagtölur á borð við framleiðslutölur og neyslutölur, tölur um framboð og eftirsp...

Að fatta
Leiðari 10. mars 2023

Að fatta

Sögnin „að fatta“ hefur verið mér hugleikin undanfarna daga.

Merkingar landbúnaðarafurða
Leiðari 9. mars 2023

Merkingar landbúnaðarafurða

Nú um stundir eru frumframleiðendur og neytendur að fást við talsverða merkingar...

Leikreglurnar
Leiðari 24. febrúar 2023

Leikreglurnar

„Við fylgjum bara þeim leikreglum sem settar eru. Menn geta svo haft á því skoðu...