Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Myndin sýnir þróun afurðaverðs til bænda árin 2013-2021. Gert er ráð fyrir að hækkun afurðaverðs árið 2021 verði 6%. Grái hluti súlunnar er það sem vantar upp á til þess að afurðaverð hefði fylgt almennu verðlagi. Á tímabilinu hefur almennt verðlag hækkað um 22%. Að óbreyttu verður afurðaverð 2021 10% lægra en það var árið 2013. Hefði afurðaverð árið 2013 fylgt almennu verðlagi þá væri það um 725 kr/kg en verður miðað við 6% hækkun milli ára 534 kr/kg.
Myndin sýnir þróun afurðaverðs til bænda árin 2013-2021. Gert er ráð fyrir að hækkun afurðaverðs árið 2021 verði 6%. Grái hluti súlunnar er það sem vantar upp á til þess að afurðaverð hefði fylgt almennu verðlagi. Á tímabilinu hefur almennt verðlag hækkað um 22%. Að óbreyttu verður afurðaverð 2021 10% lægra en það var árið 2013. Hefði afurðaverð árið 2013 fylgt almennu verðlagi þá væri það um 725 kr/kg en verður miðað við 6% hækkun milli ára 534 kr/kg.
Skoðun 13. ágúst 2021

Lágt afurðaverð veldur bændum miklum vonbrigðum

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason, ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands

Nú þegar afurðaverð haustsins eru að koma fram er ljóst að sú leiðrétting sem sauðfjárbændur hafa kallað eftir er ekki að nást fram.

Sauðfjárbændur munu að óbreyttu standa eftir nær launalausir enn eitt árið. Landssamtök sauðfjárbænda settu fram viðmiðunarverð til tveggja ára síðastliðið haust.  Þar var gert ráð fyrir því að afurðaverð haustið 2020 yrði 600 kr/kg og haustið 2021 færi verðið upp í 700 kr/kg. Þetta verð var sett fram sem hófleg krafa og horft til þess að nú í haust væri búið að vinna að fullu til baka 40% verðfall sem varð 2016-2017.

Í maí á þessu ári kom út skýrsla, unnin af Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, sem heitir Afkoma sauðfjárbænda á Íslandi og leiðir til að bæta hana. Þar kemur skýrt fram að rekstur sauðfjárbúa hefur verið erfiður á undanförnum árum og verulega skorti á að tekjur standi undir öllum rekstrarkostnaði. Ljóst er að það afurðaverð sem nú er boðað er ekki að fara að breyta þessari stöðu. Það er sanngjörn og eðlileg krafa að bændum sé tryggð viðunandi afkoma af sinni framleiðslu.

Verðlagning á kindakjöti er frjáls á öllum stigum og því er það algjörlega á valdi sláturleyfishafa að ákveða afurðaverð og þar með afkomu bænda. Ákvörðun sláturleyfis­hafa um afurðaverð tekur mið af því hvernig til tekst með sölu á innanlandsmarkaði og árangri af útflutningi á kindakjöti, gærum og hliðarafurðum. Frá því að afurðaverðið féll 2016-2017 hefur orðið umtalsverður samdráttur í framleiðslu, sem nemur nær 1.000 tonnum af dilkakjöti. Þá hefur verð á erlendum mörkuðum batnað. Aðstæður eru því allt aðrar en þær voru haustið 2016-2017, þegar verðhrun varð á erlendum mörkuðum og birgðir söfnuðust upp. Á móti vegur að kostnaður við slátrun hefur hækkað verulega, einkum vegna hækkunar launa. Þá hefur tollvernd á kjötmarkaði gefið verulega eftir. Þá er ljóst að þróun og útbreiðsla á Covid-19 skapar óvissu í rekstrarumhverfi afurðastöðva.

Í skýrslu LbhÍ um afkomu sauðfjárbænda og leiðir til að bæta hana er lögð fram aðgerðaráætlun sem byggja á þremur megin nálgunum: 1. tryggja áframhaldandi hagræðingu í búrekstri, 2. stuðla að hagræðingu í rekstri sláturhúsa og 3. hagkvæmari fyrirkomulagi í útflutningi. Allt eru þetta aðgerðir sem Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtök Íslands hafa bent á og taka heils hugar undir.

Nú þegar er unnið að því að efla greiningu á hagtölum sauðfjárbúa og gera átak í að miðla þeim upplýsingum þannig að bændur geti gert enn betur í sínum búrekstri. Þar er byggt á afar vel unnu verkefni á vegum RML þar sem rekstur sauðfjárbúa hefur verið greindur. Þær niðurstöður sýna að víða eru tækifæri til að gera betur.

Stjórnvöld í samstarfi við sláturleyfishafa hafa unnið að mótun tillagna að aðgerðum sem skapað geta forsendur fyrir aukinni hagræðingu við slátrun og vinnslu. Hins vegar hefur ekki náðst að ljúka þessari vinnu þrátt fyrir að slík aðgerð væri skilgreind sem hluti af endurskoðun stöðugleikasáttmálans. Afar mikilvægt er að þessari vinnu verði haldið áfram og að henni ljúki sem fyrst. Samanburður við sláturkostnað erlendis sýnir að með aukinni hagræðingu má ná fram verulegum ávinningi.

 Þegar hrun varð á afurðaverði 2016-2017 vegna markaðsbrests á erlendum mörkuðum voru engin verkfæri sem gátu mildað höggið og því varð hrun afurðaverðs nær stjórnlaust og tjón bænda gífurlegt. Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtök Íslands hafa bent á það að hér á landi þurfi að vera til skilgreindur verkferill sem nýta má til þess að grípa inn í aðstæður þegar verður forsendubrestur. Það er mikilvægt að byggja upp slíkar varnir og þannig stuðla að stöðugleika í afkomu til lengri tíma.Allt stefnir í verulegan afkomubrest hjá sauðfjárbændum í haust. Ljóst er að áframhaldandi samdráttur verður í framleiðslu að óbreyttu, enda bændur fyrir löngu komnir yfir þolmörk í sínum rekstri. Þau störf sem sauðfjárræktin skapar um land allt, bæði bein og óbein, eru ein af grunnstoðum atvinnulífsins í hinum dreifðu byggðum. Verði ekki snúið af þessari leið munum við sjá verulega fækkun bænda á næstu árum með ófyrirséðum afleiðingum á þróun búsetu. Bændasamtök Íslands skora á stjórnvöld og sláturleyfishafa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja sauðfjárbændum sanngjarna afkomu.

Unnsteinn Snorri Snorrason

ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Oddgeirshólar
29. ágúst 2019

Oddgeirshólar

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn