Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Kvenfélagskonur standa yfir baunapottum á sprengidaginn, f.v. Sigríður Skarphéðinsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir og Sólveig Sigurðardóttir.
Kvenfélagskonur standa yfir baunapottum á sprengidaginn, f.v. Sigríður Skarphéðinsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir og Sólveig Sigurðardóttir.
Mynd / Aðsendar
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Höfundur: Sigríður Garðarsdóttir, fyrrum bóndi og enn þá kvenfélagskona, Miðhúsum, Akrahreppi.

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Sigríður Garðarsdóttir.

Fyrstu verkefnin sem konurnar í kvenfélagi Akrahrepps beittu sér fyrir voru aðkallandi, segja má að kvenfélögin hafi verið fyrsta og eina samfélagsþjónusta þeirra tíma.

Þær voru stórhuga, vildu bæta sveitarbraginn, skapa góðar og gefandi samverustundir kvenna.

Þær vildu efla heimilisiðnaðinn og héldu til þess námskeið og fegruðu umhverfið með jurta- og trjárækt við híbýli sín.

Félagið hefur starfað með reisn og krafti óslitið síðan. Félagatala hefur haldist nokkuð svipuð gegnum áratugina, heldur fjölgað þó. Núna erum við tæplega 30.

Stjórn félagsins skipa Dalla Þórðardóttir, Íris Lúðvíksdóttir, Linda Christina Wadström og Sigurlaug Halldórsdóttir.

Meðal þess sem við konurnar í Kvenfélagi Akrahrepps höldum utan um er hið árlega barnaball, sem verður æ fjölmennara með hverju árinu. Á sprengidaginn eldum við saltkjöt og baunir og bjóðum öllum hreppsbúum í Akrahreppi hinum forna í mat. Einig sjáum við um ýmiss konar veislur.

Þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur í samstarfi við Heldribílaklúbb Skagafjarðar. Eigendur fornbíla aka í skrúðakstri til kirkju og þiggja eftir messugjörð hátíðarkaffi og grillaðar pylsur ásamt öðrum kirkjugestum.

Áralöng hefð er fyrir að kvenfélagið gefi réttarkaffi við Silfrastaðarétt. 

Hér er aðeins drepið á lítið eitt af því sem við konurnar gerum fyrir samfélagið. Við heiðrum vilja genginna félaga okkar að hjálpa þeim sem höllum fæti standa. Höfum við staðið fyrir ferðum til annarra landa okkur til ánægju, eins förum við gjarnan og heimsækjum smáframleiðendur og fyrirtæki í nærumhverfinu. Leikhúsferðir eru einnig árlegur viðburður í vetrardagskránni. Því ekki má gleyma að næra líkama og sál með samveru og fjöri.

Í tilefni af 85 ára afmæli félagsins 2004 gáfu konurnar út bókina Burknar með skrifum kvennanna í sveitinni.

Árið 2009 var gefin út uppskriftabókin Næring og nautnir með uppáhaldsuppskriftum félagskvenna ásamt ýmsu fróðlegu og hagnýtu. Hefur bókin verið prentuð aftur og aftur og selst vel.

Á 100 ára afmæli félagsins 2019 var gefin út saga kvenfélagsins frá upphafi. Er það afar fróðlegt rit og vandað. Þótti ástæða til að rifja upp sögu félagsins á myndarlegan hátt. Bókin er til sölu hjá félaginu.

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að næra...

 Kregðubólusetningar - val eða vitleysa
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Myc...

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða ...

Varðveisla erfðaauðlinda
Skoðun 2. október 2025

Varðveisla erfðaauðlinda

Búfé og plöntur hafa fylgt manninum í um 10.000 ár eða frá þeim tíma sem maðurin...

Sterkir innviðir — sterkt samfélag
Skoðun 2. október 2025

Sterkir innviðir — sterkt samfélag

Í nýliðnum ágúst átti ég milliliðalaust samtal við íbúa og sveitarstjórnarfólk á...

Hernaðurinn gegn Hamarsdal
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherr...

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands ...

Gætum að geðheilsunni
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni