Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hinir óæðri
Mynd / Bbl
Skoðun 21. ágúst 2020

Hinir óæðri

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það eru mikil átök í fræðslumálum sem  snerta landbúnaðinn um þessar mundir. Má segja að þau átök kristallist í því að fagfólk í garðyrkju hafi séð sig knúið til að stofna Garðyrkjuskóla Íslands. 
 
Garðyrkjuskólinn á Reykjum í Ölfusi hefur margoft komist í umræðuna á liðnum árum vegna fjársveltis. Einhvern veginn hefur þótt við hæfi að skilja þennan fagskóla garðyrkjunnar eftir úti á jaðrinum þegar komið hefur að viðhaldi og endurbótum húsnæðis. Á sama tíma hefur ekkert skort á fjármagn við byggingu bóknámsskóla og skóla á háskólastigi. Það að færa skólann á Reykjum undir háskólastigið og gera hann að einingu í Landbúnaðarháskóla Íslands virðist alls ekki hafa lagað ástandið heldur þvert á móti.
 
Fagskóli í garðyrkju stendur í eðli sínu mun nær iðnskólum og í sumum greinum skrúðgarðyrkjunnar skarast námið meira að segja við iðngreinar eins og múrverk. Í þessu eðli skólans liggur sennilega hundurinn grafinn. Það hefur nefnilega verið lenska hjá pólitískum ráðamönnum í menntakerfinu áratugum saman að flokka skóla í virðingarstiga, meðvitað eða ómeðvitað. Þannig hafa verkmenntaskólar eins og iðnskólar og aðrir skólar af þeim toga nær alltaf átt undir högg að sækja. Greinilegt er líka að litið hefur verið á fólk sem útskrifast með fagmenntun sem óæðri persónur í menntakerfinu en það fólk sem útskrifast með háskólagráður upp á vasann. Þetta hafa verið eins og skítugu börnin hennar Evu, eins og sést best á því að skólar á háskólastigi hafa gjarnan verið nefndir „æðri“ menntastofnanir. Jafnvel þótt háskólagráðufólkið þurfi svo að ganga um atvinnulaust árum saman vegna offramboðs í einhverri greininni.  
 
Vonir hafa verið bundnar við það á síðustu árum og misserum að ráðamönnum væri að takast að snúa þessari misskiptingu í menntakerfinu við. Enda hefur blasað við eftir efnahagshrunið 2008 að þjóðina sárvantaði fleiri hendur til starfa með þekkingu í faggreinum. 
 
Þegar aðkeypts vinnuafls fagmenntaðs verkafólks naut ekki lengur við eftir hrunið kom í ljós að margar greinar þjóðfélagsins voru nær óstarfhæfar. Skortur var á menntuðum bifvélavirkjum, múrurum, smiðum, rafvirkjum, pípulagningamönnum, fisktæknifólki og fólki í fjölda annarra iðngreina. Það var hins vegar lítil eftirspurn eftir sprenglærðum hagfræðingum með fullri virðingu fyrir því fagi.
 
Meðal hugmynda um endurreisn þjóð­félagsins var að stórefla landbúnað og þá ekki síst garðyrkjuna. Gallinn var bara að þarna truflaði pólitíska hugsunin um mikilvægi menntagreina framgöngu málsins. Í stað þess að fara á fullt í að efla fagmenntun í garðyrkjunni virðist þetta hafa farið að snúast um að setja garðyrkjunámið sem hækju undir rekstur menntastofnunar á háskólastigi. Það var vísasta leiðin til að drepa upprunalegan tilgang með skóla eins og Garðyrkjuskólanum á Reykjum. 
 
Landgræðslustjóri hefur nú einnig blásið í viðvörunarflautur varðandi annan skóla sem er með snertiflöt við landbúnaðinn, eða Landgræðsluskólann. Þar gagnrýnir hann einmitt þann verknað að gera þann skóla, sem byggt hefur verið að mestu á fagþekkingu starfsmanna Landgræðslunnar, að deild í Landbúnaðarháskóla Íslands. 
 
Er ekki tími til kominn að yfirmenn menntamála í landinu fari alvarlega að hugsa sinn gang þegar horft er til iðn-, tækni- og annarrar fagmenntunar í landinu? Það fólk er ekkert ómerkilega en aðrir þegnar þjóðfélagsins, ekki frekar en rauðhærðir eða fólk með annan litarhátt en hvítan.
Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...