Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vigdís Hӓsler og Garðar H. Guðjónsson.
Vigdís Hӓsler og Garðar H. Guðjónsson.
Skoðun 5. maí 2022

Heimili í dreifbýli þurfa öflugar eldvarnir

Höfundur: Vigdís Hӓsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins

Mörg heimili í dreifbýli eru þannig í sveit sett að langt er í næstu slökkvistöð og útkallstími slökkviliðs því langur ef eldur kemur upp og aðstoðar er þörf. Það gerir að verkum að heimilisfólk er í senn sitt eigið slökkvilið og eldvarnaeftirlit. Eldvarnir og fyrstu viðbrögð heimilisfólks geta ráðið miklu um hvernig fer fyrir fólki og eignum.

Margir gera sér grein fyrir þessu og tryggja að eldvarnir heimilisins séu ævinlega eins og best verður á kosið. Aðrir þurfa sannarlega að gera betur.

Það er ekki að ósekju að Bænda­samtök Íslands og Eldvarna­banda­lagið hafa gert með sér samkomulag um aðgerðir til að auka eldvarnir í landbúnaði og á heimilum í dreifbýli. Könnun sem Gallup gerði fyrir Eldvarnabandalagið sýnir að úrbóta er víða þörf. Að vísu má segja bændum það til hróss að eldvarnir á heimilum þeirra virðast betri en almennt gerist miðað við kannanir Gallup undanfarna áratugi. Hins vegar er ljóst að margir eru óþarflega berskjaldaðir fyrir eldsvoðum.

Mikilvægt er auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að eldur komi upp og reyni á eldvarnir heimilisins og setji fólk í hættu. Það má gera með ýmsum hætti; fara gætilega með opinn eld, sýna aðgát við matseld, hlaða snjalltæki í öruggu umhverfi, tryggja að raflagnir séu í lagi.  

Reykskynjarar bjarga mannslífum

Vilji svo óheppilega til að eldur komi upp á heimili reynir á eldvarn­irnar. Áríðandi er að tryggja að heimilisfólk fái viðvörun um að eldur og reykur sé á heimilinu. Því þarf að tryggja að nægjanlegur fjöldi virkra reykskynjara sé fyrir hendi.

  • Best er að hafa reykskynjara í öllum rýmum, ekki síst þar sem raf- og snjalltæki eru notuð og hlaðin. Reykskynjara á að minnsta kosti að setja upp framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð á heimilinu.
  • Gott er að hafa hitaskynjara í votrým­um og bílskúr. 
  • Prófa þarf reykskynjara að minnsta kosti árlega. Algengast er að rafhlöður í nýjum reyk­skynjurum endist í fimm til tíu ár en skipta þarf árlega um rafhlöðu í skynjurum með 9 volta rafhlöðu. Endurnýja skal reykskynjara á tíu ára fresti.

Samtengdir reykskynjarar eru áskjósan­leg lausn, ekki síst á stærri heimilum og þar sem húsnæði er á fleiri en einni hæð.

Ef einn samtengdur reykskynjari fer í gang fara þeir allir í gang.

Þar sem þráðlaust net er fyrir hendi er hægt að tengja skynjarana í

síma heimilisfólks í gegnum þar til gert app.

Slökkvibúnaður og flóttaleiðir

Mörgum hefur tekist að bjarga verð­mætum og koma í veg fyrir stórslys með notkun einfalds slökkvibúnaðar sem þarf að vera fyrir hendi á öllum heimilum. 

  • Slökkvitæki eiga að vera við helstu útgöngudyr. Þau eiga að vera sýnileg og aðgengileg þegar gengið er um íbúðina svo að allir viti hvar þau eru ef nauðsynlegt reynist að nota þau.
  • Eldvarnateppi á að vera á sýnilegum stað í eldhúsi.

Enginn ætti þó að setja sig eða aðra í hættu við slökkvistarf. Mikilvægast er að tryggja að allir komist heilir út og hringja í neyðarnúmerið, 112. Allir á heimilinu eiga að hafa aðgang að tveimur eða fleiri greiðum flóttaleiðum. Fjölskyldan þarf að ákveða stað utandyra þar sem allir hittast þurfi fjölskyldan að yfirgefa heimilið.

Tækifærið er núna!

Bændasamtökin og Eldvarna­banda­lagið hafa samið við Eldvarna­miðstöðina um að selja félags­mönnum í Bændasamtökunum eld­varna­búnað á sérstökum afsláttar­kjörum. Allar upplýsingar um tilboð Eldvarnamiðstöðvarinnar er að finna á Bændatorginu.

Við hvetjum félagsmenn til þess að yfirfara nú eldvarnir heimilisins og nýta sér tilboðið til að efla þær eftir þörfum.  

Tækifærið er núna!

Vigdís Hӓsler,
framkvæmdastjóri Bændasamtakanna

Garðar H. Guðjónsson,
framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins

Skylt efni: eldvarnir

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...