Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Áfallastreituröskun eftir fermingu
Skoðun 16. apríl 2014

Áfallastreituröskun eftir fermingu

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Mér leiðast fermingarveislur. Eiginlega eru fáar samkomur sem mér leiðast eins óskaplega. Ég veit ekki alveg hvað það er sem gerir það að verkum að mér finnast fermingarveislur svona ofsalega leiðinlegar. Nú er ég ekki sérstaklega ómannblendinn, mér finnst ágætt að borða kökur og þó ég sé kannski ekki neitt mjög ættrækinn er þó ágætt að hitta ættingja sína við þessi tækifæri, sjá ný börn sem hafa bæst við í ættina, nýja maka eða gamlar frænkur sem eiga enn í mér hvert bein eftir að hafa passað mig sem barn. En mér leiðast þessar veislur. Ofboðslega.

Í engri fermingarveislu hefur mér þó leiðst jafn mikið og minni eigin. Ekki var það fyrir að ofurkonan hún móðir mín hafi ekki staðið að henni eins og best varð á kosið, með matarveislu og tilheyrandi sem hefði vel getað sómt sér við 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Ég fékk drjúgt af fínum gjöfum og græddi á öllu saman. Nokkrum árum seinna sagði ég mig síðan úr þjóðkirkjunni enda verið vita trúlaus frá því ég man eftir mér, líka þegar ég fermdist. En það er ekki þess vegna sem ég hefi þessa ímugust á fermingarveislum.
Ég held að ástæðan fyrir þessari andúð minni sé sú að ég man hversu ofsalega mér leiddist sjálfum á fermingardaginn minn. Kannski þetta sé einhvers konar áfallastreituröskun? Í það minnsta fyllist ég mikilli samkennd með fermingarbörnum þegar ég kem í veislurnar þeirra. Ég er sannfærður um að þeim leiðist jafn mikið í sinni veislu og mér leiddist í minni.

Og hvernig má annað vera? Ferming fer almennt fram á versta hugsanlega tíma í lífi hverrar manneskju. Að vera 13 eða 14 ára unglingur er nefnilega ekkert grín. Unglingar er sjálfhverfustu og viðkvæmustu blóm sem til eru. Minnstu atburðir geta valdið slíku hugarangri að unglingnum finnst sem heimurinn muni aldrei verða samur aftur.

Heill fermingardagur er kvalræði fyrir unglinginn. Unglingurinn vaknar með hnút í maganum að morgni en jafnframt yfirfullur af spennu. Ekkert má klikka. Það má ekki gleyma því sem þarf að segja í kirkjunni. Það má ekki stíga í kjólfaldinn og hrasa, þá er lífið búið. Þegar komið er í veisluna þarf síðan að standa og taka í höndina á fólki sem unglingurinn hefur hugsanlega ekki séð síðan hann var fimm ára, eða jafnvel aldrei. Unglingurinn er neyddur til að bjóða gesti velkomna, segja þeim að gera sér gott af veitingunum. Það getur verið þrautin þyngri fyrir unglinginn sem segir kannski aldrei neitt á opinberum vettvangi.

Og svo vilja allir spjalla. Gömlu frændurnir og afasysturnar ryðja út úr sér innihaldslausum frösum um hvað unglingurinn sé nú orðinn stór, hvað hann sé líkur þessu eða hinu ættmenninu og hvað það sé nú langt síðan þau hafi séð hann síðast. Unglingar eru ekki orðnir útfarnir í þeirri list að sem svona spjall er, flestum þeirra finnst þetta jaðra við að þurfa að hlusta á heila sinfóníu eftir Mahler eða horfa á íranska bíómynd sem sýnd er í Ríkissjónvarpinu.

En kannski er þetta algjört rugl í mér. Kannski elska unglingar fermingardaginn sinn, athyglina, veisluna, samfundi með ættingjum, spjallið. Kannski. En kannski ekki.

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...