Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hvað er kjötskortur?
Af vettvangi Bændasamtakana 23. mars 2023

Hvað er kjötskortur?

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Í vikunni hafa birst fregnir af áhyggjum afurðastöðva um mögulegan kjötskort á markaði.

Það er því tilefni til þess að rifja upp tilkynningu á vefsíðu einnar afurðastöðvar sem birtist þann 4. janúar 2021, svohljóðandi:

„Vegna birgðasöfnunar og versnandi stöðu á kjötmarkaði lækkar innleggsverð nautgripa frá og með 18. janúar næstkomandi. Allir flokkar nema ungkálfar lækka um 5% og gripir sem eru undir 200 kg lækka um 3-5% umfram almennu lækkunina. Ungkálfar eru hækkaðir um 10% til að hvetja til minni ásetnings.“

Hér hafa menn ekki sýnt mikla fyrirhyggju þar sem það tekur næstum 2 ár að ala naut. Strax þarna voru send röng skilaboð til frumframleiðenda.

Í mínum huga er það því furðuleg afstaða, þegar sömu aðilar tala um kjötskort þar sem heimildir til innflutnings eru án takmarkana. Meginvandi íslenskrar framleiðslu er að afurðaverð til bænda er ekki að ná framleiðslukostnaði hér heima eftir gríðarlegar aðfangahækkanir síðustu misseri. En afurðaverð til bænda hefur ekki haldið í við þær hækkanir sem hafa áhrif á framleiðslukostnað hér heima. Hvað er til ráða? Afurðaverð verður að hækka til bænda svo þeir sjái einhverja framtíð í framleiðslunni. En á sama tíma eru felldir niður tollar á öllum landbúnaðarvörum frá Úkraínu. Þar til ársins 2018 óx alifuglaræktun til jafns við fólksfjölgun á Íslandi. Eftir 2018 hefur þetta samband slitnað og framleiðsla á mann fór minnkandi en innflutningur jókst. Eru þetta afleiðingar viðskiptasamninga við Evrópusambandið sem stækkaði tollkvóta á innfluttum matvælum fimmfalt, þar af jukust tollkvótar á alifuglakjöti úr 200 tonnum í yfir 1.000 tonn. Við þetta lækkuðu tollaálögur á innflutt kjúklingakjöt töluvert. Þetta hefur ekki einungis áhrif á alifuglakjöt heldur hefur þetta áhrif á allan kjötmarkað á Íslandi.

Tollfrjáls innflutningur

Bændasamtök Íslands vöruðu við þessum afleiðingum fyrir rúmu ári síðan þegar frumvarp um tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum frá Úkraínu var til umræðu á Alþingi. Engir fyrirvarar voru settir við frumvarpið, líkt og ríki Evrópusambandsins gerðu, enda var um að ræða táknrænan stuðning við Úkraínumenn. Annað hefur þó komið á daginn og hafa Frakkar m.a. stöðvað innflutning á kjúklingi frá Úkraínu.

Nú þegar hafa verið flutt inn á fimm mánaða tímabili um 185 tonn af hreinum vöðvum. Það gerir u.þ.b. 730 tonn af alifuglum. Heildarframleiðsla á Íslandi eru 8.700 tonn og því nema þessar afurðir tæp 10% af ársframleiðslu á Íslandi á þessu fimm mánaða tímabili. Til viðbótar má nefna að þegar grannt er skoðað hverjir eru raunverulegir framleiðendur á þessu kjöti frá Úkraínu, þá kemur í ljós að viðkomandi fyrirtæki er skráð í Hollandi og framleiðir á ársgrunni um 250.000 tonn af kjúklingi. Það er því augljóst í mínum huga að samkeppni við svona framleiðslufyrirtæki mun aldrei ganga og þarna er ekki verið að styðja við úkraínska bændur, heldur alþjóða viðskiptaveldi sem velur sér staðsetningu með hagkvæmasta framleiðslugrunninn að leiðarljósi, þ.e. ódýrt fóður og ódýrt vinnuafl.

Á Íslandi eru það störf og lífsviðurværi 500 einstaklinga sem starfa í alifuglaframleiðslu sem verið er að leggja að veði og ruðningsáhrifanna mun gæta á alla kjötframleiðslu á Íslandi.

Heilnæmi afurða

Íslenskum bændum hefur verið gert að starfa við umfangsmikið regluverk, aðbúnaðarreglum sem settar hafa verið af hinu háa Alþingi og bændum er gert að uppfylla. Þar skorumst við ekki undan þar sem velferð dýra er okkur umhugað. Við verðum þó á sama tíma að gera sömu kröfur til innfluttra afurða svo framleiðendur standi jafnfætis þeim kröfum sem þeim er gert að keppa við. Bændur á Íslandi hafa staðið fremst í heimi með framleiðslu afurða án lyfja og hormóna við framleiðslu á íslenskum afurðum.

Rammasamningur landbúnaðarins

Við endurskoðun búvörusamninga sem undirritaður var þann 4. febrúar 2021 kemur fram í 10. gr. samningsins:

„Tollvernd er hluti af starfsskilyrðum landbúnaðarins. Aðilar eru sammála um að þróun tollverndar þarfnist áframhaldandi skoðunar í kjölfar nýlegrar skýrslu sem unnin var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Þá eru samningsaðilar sammála um að forsendur fyrir tollasamningi Íslands og ESB sem tók gildi í maí 2018 eru breyttar, sérstaklega hvað varða útflutningstækifæri. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur þegar óskað eftir endurskoðun samningsins. Samningsaðilar eru sammála um að meginmarkmið endurskoðunar samningsins verði að auka jafnvægi milli skuldbindinga samningsaðila út frá ávinningi af samningnum. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem er ætlað að greina og koma með tillögur að úrbótum varðandi skjölun og eftirfylgni tollafgreiðslu ákveðinna tegunda landbúnaðarvara vegna mögulegs misræmis í gögnum um innflutning landbúnaðarafurða. Þegar niðurstaða vinnunnar liggur fyrir munu stjórnvöld kynna Bændasamtökunum niðurstöður og fyrirhuguð viðbrögð.“

Ég tel að nú verði stjórnvöld að koma að borðinu og bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu sem komin er upp í landbúnaði.

Íslandsmót í rúningi
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í r...

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi
Lesendarýni 15. október 2024

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi

Árið 1981 voru samtök fag- og stéttarfélaga frjótækna í Evrópu stofnuð í Strasbo...

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Lesendarýni 9. október 2024

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á meðan trén vaxa ræða skógarbændur framtíðina. „Það er víst lítið annað að gera...

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara