Framboð til formanns Bændasamtaka Íslands
Af vettvangi Bændasamtakana 9. febrúar 2024

Framboð til formanns Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi að Ártanga í Grímsnesi

Síðastliðin fjögur ár hef ég gegnt formennsku fyrir hönd bænda og Bændasamtaka Íslands. Þessi tími hefur verið áhugaverður, strembinn, gefandi og skemmtilegur.

Gunnar Þorgeirsson

Fyrstu tvö árin mín í embætti einkenndust af viðbrögðum við heimsfaraldri, leysa úr vanda Hótel Sögu, sameiningu og endurreisn Bændasamtaka Íslands.

Margir myndu telja að nú væri ef til vill tímabært að draga sig í hlé, en það hefur alltaf verið markmið mitt að gera Bændasamtökin að þeim málsvara sem bændur eiga skilið. Við þurfum að horfa til framtíðar, hvetja til grósku innan atvinnugreinarinnar, tengja neytendur enn betur við bændur og snúa vörn í sókn.

Sameining allra bænda undir Bændasamtökunum hefur reynst bændum vel, því nú snýr baráttan gagnvart stjórnvöldum og við sem sameinað afl getum skilað öflugri hagsmunagæslu um málefni bænda – um málefni atvinnugreinarinnar. Vissulega er einhverjum sem þykir aðgerðir stjórnvalda síðustu ár hafa verið sem plástur á opið beinbrot. Og eins voru það vonbrigði fyrir allar búgreinar að endurskoðun búvörusamninga leiddu ekki til þeirra breytinga sem atvinnugreinin þarfnaðist. Hafa ber þó í huga að barátta bænda síðastliðin tvö ár hefur skilað nýju fjármagni inn í greinina upp á nærri 5,2 milljarða króna. Og ég er langt frá því að vera hættur, núna þurfum við að undirbúa mótun á nýjum samningum sem taka gildi eigi síðar en árið 2027. Sú vinna er þegar hafin á skrifstofu Bændasamtakanna og samtalið verður mótað á deildafundum búgreina og á næstu mánuðum við alla bændur.

Nú er það okkar bænda að koma fram með stefnu um hvernig nýir samningar þurfi að hljóma. Í gildandi samningum má finna yfir fjörutíu ómælanleg markmið og öll framleiðsla sem bætist við gerir það að verkum að minni stuðningur er þá til skiptanna. Að mínu mati þurfum við að setja fram markmið sem eru mælanleg og tryggi m.a. kröfur um fæðuöryggi á Íslandi til framtíðar. Það eru því í raun engir hvatar í kerfinu sem hvetja okkur bændur til að gera betur eða auka við framleiðslu sem er umhugsunarvert, bæði með auknum ferðamannastraumi og fjölgun íbúa á landinu.

Annað sem við verðum að taka á í samtalinu er hvernig við komum til móts við fjárfestingar í landbúnaði með hagstæðari fjármögnun, ekki bara á grunni aukinnar framleiðslu heldur ekki síður með nýliðun í landbúnaði. Þar höfum við bent á að hlutdeildarlán eru ekki möguleg í landbúnaði þrátt fyrir að hluti fjárfestinga er í íbúðarhúsnæði, og af hverju er ekki heimilt að nýta séreignarsparnað í fjárfestingum í landbúnaði? Þetta eru brýn mál sem þurfa farsælan farveg til framtíðar. Við höfum einnig bent á einföldun regluverks undanfarin tvö ár en talað fyrir daufum eyrum þar til nú, og er nú starfshópur stjórnvalda að störfum við að skoða gullhúðun regluverks. Þar munum við beita okkur fyrir lagfæringu á íþyngjandi ákvæðum sem hafa flotið í gegnum þingið, en enginn virðist kannast við neitt fyrr en hindranirnar koma í ljós með auknum tilkostnaði fyrir fyrirtæki og bændur.

Við þurfum einnig að sameinast um stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum, en skuldbindingar Íslands munu ekki raungerast án aðkomu landbúnaðar. Við höfum lagt okkar af mörkum í þeirri vinnu og bændur hafa horft til aðgerða sem ætlað er að draga úr losun og ekki síður til að binda kolefni til framtíðar svo sem með aukinni landgræðslu og skógrækt.

Við ykkur ágætu félagsmenn vil ég segja; verum framsýn og verum hugrökk til að taka samtalið um framtíð íslensks landbúnaðar. Ég hvet ykkur öll til að nýta kosningarétt ykkar til formannskjörs og vona að þið sjáið möguleikana til framtíðar landbúnaðinum til heilla.

EES-samningurinn vinnur gegn rekstrarumhverfi íslenskra bænda
Lesendarýni 28. febrúar 2024

EES-samningurinn vinnur gegn rekstrarumhverfi íslenskra bænda

Eftir 1. júlí 2024 mega bændur ekki endurnota eyrnamerki/ örmerki sín í sauðfé, ...

Hið „meinta“ viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur við ESB
Lesendarýni 28. febrúar 2024

Hið „meinta“ viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur við ESB

Árið 1993 var lokið við gerð samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði og hann l...

Mikil er trú þín, Ragnar
Lesendarýni 22. febrúar 2024

Mikil er trú þín, Ragnar

Í Bændablaðinu þann 8. febrúar sl. birtist grein eftir Ragnar Árnason, prófessor...

Gerist ekkert hjá VG?
Lesendarýni 20. febrúar 2024

Gerist ekkert hjá VG?

Nú á tímum orkuskipta er mikilvægt að næg orka sé til svo hægt verði að halda áf...

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!
Lesendarýni 19. febrúar 2024

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!

Nú þurfum við ekki lengur að aka á negldum vetrardekkjum til að tryggja öryggi o...

Greiðslumarkskerfið er kúabændum hagfellt
Lesendarýni 16. febrúar 2024

Greiðslumarkskerfið er kúabændum hagfellt

Fyrir nokkrum árum, nánar tiltekið 2016, kom ég að því verki ásamt öðrum að gera...

Eru auðlindir Íslands til sölu?
Lesendarýni 14. febrúar 2024

Eru auðlindir Íslands til sölu?

„Ef virkjað verður meira mun rafmagnið seljast upp. Það verður alltaf umfram eft...

Stefna ungra bænda mörkuð
Lesendarýni 13. febrúar 2024

Stefna ungra bænda mörkuð

Aðalfundur Samtaka ungra bænda (SUB) var haldinn þann 13. janúar síðastliðinn á ...