Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Enginn bóndi er eyland
Af vettvangi Bændasamtakana 14. júní 2024

Enginn bóndi er eyland

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Það er kannski ekki smekklegt að skrumskæla þau fleygu orð sem breska skáldið John Donne birti í ljóði sínu fyrir meira en 500 árum síðan um að enginn maður væri eyland. Ég leyfi mér samt að gera það í fyrirsögn þessa pistils og tilefnið er ærið. Við bændur upplifðum í síðustu viku síðbúnara og öflugra vorhret en sést hefur í marga áratugi með skelfilegum afleiðingum fyrir bæði gróðurfar og búpening. Hvort tveggja er mikið högg fyrir bændur í ýmsum búrekstri. Ekki eingöngu hvað varðar tímafrek og erfið björgunarstörf heldur einnig mikið fjárhagslegt tjón. Áfall ótíðarinnar fyrir kjarkinn og baráttuþrekið sem enginn bóndi fær þrifist án hefur eflaust einnig gert víða vart við sig.

Trausti Hjálmarsson.

Ljósið í skammdegi þessa annars bjartasta tíma ársins er samstaða bænda, skilningur stjórnvalda og meðvitund þjóðarinnar um mikilvægi íslensks landbúnaðar. Ég fékk afar góðar móttökur hjá matvælaráðherra þegar ég óskaði eftir fundi með honum í síðustu viku til þess að fara yfir alvarleika þeirrar ótíðar sem gengið hefur yfir landið. Enda þótt í ýmis horn sé að líta hjá ráðherranum og ráðuneyti hans þessa dagana var brugðist hratt við og til viðbótar við samráð ráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands voru bæði neyðarlína almannavarna og símaver Rauða krossins til taks. Almannavarnir ef t.d. aðstoðar björgunarsveita vegna búpenings væri þörf og neyðarlína Rauða krossins ef einhvers staðar væru bændur að bugast undan álaginu.

Þessi skilningur stjórnvalda og snaggaralegu viðbrögð ásamt mikilli athygli fjölmiðla er til marks um þann sess sem íslenskur landbúnaður skipar í þjóðarsálinni. Í gegnum áratugina hafa vissulega skipst á skin og skúrir í þeim efnum en engum dylst að staða landbúnaðarins í huga landsmanna býr við mikinn meðbyr um þessar mundir. Baráttufundur Samtaka ungra bænda á síðasta ári undir einkunnarorðunum „Laun fyrir lífi ungra bænda og íslenskra sveita“ olli ákveðnum þáttaskilum í umræðunni og dýrmætum árangri í ákvarðanatökum stjórnvalda. Samtímis hefur orðið alþjóðleg vitundarvakning um mikilvægi fæðuöryggis hverrar þjóðar, gæði hvers kyns landbúnaðarframleiðslu og tækifæri nýsköpunar í krafti þekkingar og tæknivæðingar.

Við hugsum veðurguðunum vissulega þegjandi þörfina þessa dagana og þeir eiga eiginlega ekki annað skilið. Það er hins vegar engin framtíð í því að fjandskapast við náttúruöflin og móður jörð til langframa. Þau munu ávallt fara sínu fram og það verður alltaf okkar hlutverk að laga okkur að uppátækjum þeirra hverju sinni. Og kuldakastið í síðustu viku er e.t.v. áminning til okkar um að hinar norðlægu köldu slóðir sem við byggjum séu á sinn sérstaka hátt að færa íslenskum landbúnaði dýrmæta sérstöðu og eftirsótt rekstrarskilyrði í hnattrænni hlýnun jarðarinnar.

Í því stóra samhengi er vorhret síðustu viku vissulega óþægilegt en í krafti samstöðunnar er það alls staðar yfirstíganlegt. Við bændur stöndum saman. Þjóðin stendur með okkur. Stjórnvöld segjast reiðubúin til aðstoðar. Veðrinu sem reið yfir má mögulega líkja við náttúruhamfarir og íslenskt samfélag hefur komið sér upp alls kyns bjargráðum við slíkum vágestum.

Við sem sitjum í stjórn Bændasamtakanna höfum síðustu dagana átt samtöl við fjölmarga bændur í ólíkum búgreinum sem orðið hafa fyrir búsifjum vegna ótíðarinnar. Öll finnum við hvað bændum þykir mikilvægt að heyra það, bæði frá okkur og í fréttum, að það sé tekið eftir þessum óvæntu aðstæðum, að stjórnvöldum sé vandinn ljós og viljinn til þess að koma til móts við þá sem verst verða úti sé til staðar. Þess vegna leyfi ég mér að vera bjartsýnn á að við komumst í gegnum þennan skafl (sums staðar í orðsins fyllstu merkingu) og náum farsælli lendingu fyrir okkur sjálf og íslenska þjóð. Við erum nefnilega öll í þessu saman. Ekkert okkar er eyland.

Íslandsmót í rúningi
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í r...

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi
Lesendarýni 15. október 2024

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi

Árið 1981 voru samtök fag- og stéttarfélaga frjótækna í Evrópu stofnuð í Strasbo...

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Lesendarýni 9. október 2024

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á meðan trén vaxa ræða skógarbændur framtíðina. „Það er víst lítið annað að gera...

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara