Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skordýr eins og þessi svarta hermannafluga eru notuð í framleiðsluna.
Skordýr eins og þessi svarta hermannafluga eru notuð í framleiðsluna.
Á faglegum nótum 1. september 2021

Verða skordýr í auknum mæli próteingjafi í fóðri?

Höfundur: Snorri Sigurðsson - snsig@arlafoods.com

Fyrr á árinu kom út áhugaverð skýrsla frá hinum alþjóðlega landbúnaðarbanka Rabobank en skýrsla þessi fjallar um hvernig skordýrabúskapur hefur færst í aukana undanfarin ár og hverjar framtíðarhorfur slíks búskapar eru.

Bæði gæludýr, búfé og eldisfiskar þurfa mikið prótein til vaxtar og viðhalds og horfa margir til þess að nota skordýr í þeim tilgangi að framleiða það prótein sem þarf. Niðurstöður skýrsluhöfunda eru einkar áhugaverðar en þeir spá því m.a. að á næstu örfáum árum geti framleiðsla á próteini, unnið úr skordýrum, farið í 500.000 tonn en í dag er þessi framleiðsla „ekki nema“ 10 þúsund tonn á ári. Þeir spá því 50 földum vexti búgreinarinnar og það fyrir árið 2030!

Of mikil sóun

Þegar fóður fyrir skepnur er framleitt inniheldur það oftar en ekki öll helstu næringarefni þeirra dýra sem það eiga að fá og þar er prótein mikilvægur þáttur. Í dag kemur mikið af próteini frá ræktun s.s. á sojabaunum en einnig t.d. frá fiskimjöli en sífelld aukning á eftirspurn eftir próteini, með vaxandi fólksfjölda í heiminum og bættri stöðu í hinum fátækari hluta heimsins, þarf að finna leiðir til að auka framleiðslu á próteini og það er ekki vandalaust. Það er þó mjög mikið af hráefni sem fer til spillis og gæti nýst til próteinframleiðslu og er hér aðallega horft til þess úrgangs sem fellur til við frumframleiðsluna en ekki síður hjá neytendum. Alls konar matvæli, sem enda í rusli fólks, mætti nýta sem grunn að skordýrafæðu sem svo aftur mynda grunn að fóðri dýra og reyndar fólks einnig þó svo að það sé líklega eitthvað lengra í að það gerist. Þessi afföll sem verða við matvælaframleiðsluna, -vinnsluna og -neysluna í dag eru gríðarlega mikil og því ekki óeðlilegt að horfa til aðferða til að draga úr sóuninni. Það má gera með bættum búskaparháttum, betri tengingu framleiðslunnar við markaðinn en ekki síður með því að nýta það sem óhjákvæmilega fellur til og flokkast venjulega sem úrgangur.

Skordýrin eru mikilvægur hlekkur í fæðuhringrásinni og sé rétt staðið að málum má nýta þau sem grunnstoð fóðurs fyrir gæludýr, eldisfiska og búfé.

Mynd / Rabobank

Skordýrin loka hringnum

Í raun má segja að með því að nýta skordýr rétt í heildar fæðukeðjunni megi hámarka nýtingu á því próteini sem er í notkun en af hverju að horfa til skordýra? Skýrsluhöfundar benda á 6 meginskýringar á því:

  • Skordýr innihalda mjög hátt hlutfall af próteinum, 50-80% mælt sem þurrefni.
  • Þegar skordýr eru notuð sem grunnur í fóðri skepna hefur það sýnt sig að það hefur heilsusamleg áhrif á bæði gæludýr, fiska, búfé og aðrar skepnur.
  • Skordýrin geta nýtt hráefni sem ekki er hægt að nýta með nokkrum hætti í dag og eru því afar góð fyrir næringarefnahringrásina.
  • Með skordýraframleiðslu er hægt að framleiða prótein nálægt frumframleiðslunni auk þess að minnka staðbundinn úrgang sem er óhjákvæmileg hliðarafurð matvælaframleiðslu og -neyslu.
  • Skordýr eru nú þegar náttúruleg fæða fyrir flestar skepnur.
  • Framleiðsla á próteini með skordýrum er einkar umhverfisvæn búgrein með lágt sótspor, krefst bæði lítillar notkunar á vatni og landi og tekur styttri tíma í framleiðslu en aðrar aðferðir við próteinframleiðslu.
Hröð framleiðsla

Þó svo að nýta megi ýmsar tegundir skordýra í svona framleiðslu virðast flestir framleiðendur reiða sig á hina svörtu hermannaflugu sem eru hraðvaxta hitabeltisskordýr. Þegar lirfur flugunnar hafa náð réttri stærð eru þær drepnar og fara svo í vinnslu. Við vinnsluna verður til duft sem hægt er að gefa sem prótein en hliðarframleiðsla vinnslunnar er bæði olía og mauk og svo má vissulega gefa lirfurnar beint s.s. til alífugla (sjá meðfylgjandi skýringarmynd). Úrgangur frá framleiðslunni nýtist svo sem áburður.

Hár kostnaður í dag

Skýrsluhöfundar nefna að þrátt fyrir að notkun á skordýrum með framangreindum hætti sé afar vistvæn aðferð við að nýta til fullnustu alls konar úrgang þá sé framleiðslan enn heldur dýr. Þá er alþekkt í iðnaði að þegar úrgangur, sem áður var mögulega verðlaus eða hafði á sér jafnvel kostnað vegna förgunar, er orðinn að verðmætum fyrir einhverja, og í þessu tilfelli skordýrabændur, þá fer hráefnisverð upp á við. Enn fremur er bent á að víða séu alls konar annmarkar á svona framleiðslu og þurfi opinberir aðilar að taka sér tak og laga reglugerða- og lagaumhverfi búgreinarinnar svo hún geti vaxið. Enn sem komið er krefjast t.d. reglugerðir í Evrópu þess að lirfum sé einungis gefið fóður sem er heimilt fyrir búfé, þrátt fyrir að þær sé vel hægt að ala t.d. á dýraafurðum eða skít svo dæmi sé tekið. Fyrir vikið sé þessi búgrein í dag, ekki nema 10 þúsund tonn á ári á heimsvísu eins og áður hefur komið fram, að mestu borið uppi af örfáum framleiðendum. Margir þessara framleiðenda eru í Evrópu sem virðist vera leiðandi á þessu sviði og stefna flest fyrirtækjanna að því að koma upp framleiðslustöðvum víða um heim.

Dýrt prótein í dag

Enn sem komið er, vegna smæðar framleiðslunnar á heimsvísu, er verð á hverju framleiddu tonni af skordýrapróteini afar hátt og ekki samkeppnishæft við annað prótein á markaðinum en þessu veldur tímabundið ójafnvægi að mati skýrsluhöfunda. Þannig hafi verð á hverju tonni af skordýrapróteini verið 3.500-5.500 evrur undanfarið (innskot: skýrslan kom út í febrúar 2021) sem er verulega mikið hærra en t.d. verð á fiskimjöli sem hefur verið þetta 1.000-1.700 evrur tonnið. Þrátt fyrir þennan mikla verðmun sem stendur þá má reikna með lækkuðu verði á komandi árum samhliða stækkun framleiðslunnar en svo má líka réttlæta hærra verð með vistvænum rökum auk næringarfræðilegra raka sem benda til þess að prótein skordýra sé heppilegra sem fóður en frá öðrum próteingjöfum. Skýrsluhöfundar telja að þegar framleiðslan hefur náð 200 þúsund tonnum verði verðið komið í 2.500-3.500 evrur og að það fari í 1.500-2.500 evrur þegar framleiðslan hafi náð 500 þúsund tonnum.

Fiskeldi áhugaverðast

Skýrsluhöfundar benda á að þó svo að framleiðsla á skordýrum sem grunnhráefni fyrir matvæli fólks sé í raun allra augljósasta og skynsamlegasta nýtingin á þeim þá sé það ekki að fara að gerast á næstu árum. Afstaða fólks til skordýraáts sé einfaldlega þannig að það sé ólíkleg þróun, a.m.k. um sinn. Þess vegna sé horft til þess að nýta þau frekar sem fóður fyrir gæludýr, búfé og fiska. Af þessum þremur megin flokkum telja höfundarnir að fiskeldi verði sú búgrein sem muni bera uppi eftirspurnina eftir skordýrapróteini á komandi árum. Skýringin á því kunni að felast í stærð þeirra fyrirtækja sem vinna á því sviði og burði þeirra til að sinna nauðsynlegri rannsóknarvinnu sem þarf til að framleiða rétt prótein og hvernig megi best nota það í fóðuruppskriftir fyrir eldisfisk.

Fjárfestar áhugasamir

Það er eftirtektarvert að fagfjárfestar virðast hafa mikla trú á þessari nýju búgrein og þannig nam fjárfesting í uppbyggingu skordýraframleiðslu rúmum 400 milljónum dollara árið 2020 eða um 50 milljörðum króna en árið 2019 var upphæðin meira en helmingi lægri, sem þó var fjórfalt meiri þá en t.d. árið 2016. Það er því hálfgerður veldisvöxtur í búgreininni þessi árin og spennandi að sjá hvernig 2021 kemur út í þessum samanburði.

Þess má geta að fyrir nokkrum árum voru fyrstu sporin í skordýraframleiðslu stigin á Íslandi en framleiðslan reyndist ekki arðbær á þeim tíma og var hætt.
Hægt er að lesa nánar um það verkefni í 11. tölublaði Bændablaðsins árið 2017.

Heimild:
Jong de, B. og G. Nikolik,
2021. No Longer Crawling: Insect Protein to Come of Age in the 2020s. Skýrsla Rabobank, 9 bls.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Oddgeirshólar
29. ágúst 2019

Oddgeirshólar

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Kynbætt rautt birkiyrki í útrás
29. september 2021

Kynbætt rautt birkiyrki í útrás