Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Reykhóll 23002.
Reykhóll 23002.
Mynd / Sveinbjörn Eyjólfsson
Á faglegum nótum 20. maí 2024

Þrjú ný naut til notkunar

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður í nautgriparækt.

Nú koma nautin til notkunar nokkurn veginn eftir því sem sæðistöku úr þeim vindur fram.

Þannig eru þrjú naut tilbúin til dreifingar og notkunar og eru þau fædd snemma ársins 2023. Þetta eru Reykhóll 23002, Ísjaki 23004 og Miði 23006. Hér verður gerð nánari grein fyrir þeim.

Reykhóll 23002 er fæddur 6. jan. 2023 á Reykhóli á Skeiðum undan Bikari 16008 og Skræpu 727 Piparsdóttur 12007. Reykhóll er dökkbrandhuppóttur, kollóttur. Boldjúpur og útlögugóður með aðeins veika yfirlínu. Fremur breiðar, beinar og þaklaga malir. Bein, sterkleg og gleið fótstaða. Háfættur myndargripur. Meðalvaxtarhraði 940 g/dag.

Reykhóll kemur til notkunar á grunni erfðamats og því byggir umsögn ekki á hans eigin dætrum. Erfðamat Reykhóls segir að dætur hans verði fremur bolmiklar, nokkuð háfættar og mjólkurlagnar með fituhlutfall í mjólk um meðallagi og próteinhlutfall hátt. Júgurgerðin úrvalsgóð, vel borin júgur með mikla festu og nokkuð greinilegt júgurband. Spenar í tæpu meðallagi að lengd, aðeins grannir og vel settir. Mjaltir mjög góðar og skapið gott. Heildareinkunn 111.

Ísjaki 23004.

Ísjaki 23004 er fæddur 18. jan. 2023 í Gaulverjabæ í Flóa undan Jarfa 16016 og Bambaló 642 Dropadóttur 10077. Ísjaki er kolskjöldóttur, mikið hvítur, kollóttur. Boldjúpur en útlögulítill með fremur beina yfirlínu. Meðalbreiðar, beinar og þaklaga malir. Bein, sterkleg en aðeins þröng fótstaða. Háfættur og sterklegur gripur. Meðalvaxtarhraði 787 g/dag.

Ísjaki kemur til notkunar á grunni erfðamats og því byggir umsögn ekki á hans eigin dætrum. Erfðamat Ísjaka segir að dætur hans verði fremur bolléttar, nokkuð háfættar og mjólkurlagnar með fituhlutfall í mjólk undir meðallagi og próteinhlutfall heldur yfir meðallagi. Júgurgerðin mjög góð, vel borin júgur með mikla festu en ekki mjög greinilegt júgurband. Spenar undir meðallagi að lengd, aðeins grannir og vel settir. Mjaltir meðalgóðar og skapið um meðallag. Heildareinkunn 110.

Miði 23006.

Miði 23006 er fæddur 5. feb. 2023 á Syðra-Hóli í Skagabyggð undan Bikar 16008 og kú nr. 610 Úlladóttur 10089. Miði er dökkbrandskjöldóttur, kollóttur. Boldjúpur með prýðilegar útlögur og nokkuð beina yfirlínu. Meðalbreiðar, beinar og þaklaga malir. Bein, sterkleg og gleið fótstaða. Háfættur og sterkbyggður gripur. Meðalvaxtarhraði 853 g/dag.

Miði kemur til notkunar á grunni erfðamats og því byggir umsögn ekki á hans eigin dætrum. Erfðamat Miða gefur til kynna að dætur hans verði mjólkurlagnar kýr með fituhlutfall í mjólk aðeins undir meðallagi en próteinhlutfall heldur yfir meðallagi. Þetta ættu að verða fremur bolmiklar kýr og í meðallagi háfættar. Júgurgerðin góð, meðalvel borin júgur með góða festu og greinilegt júgurband. Spenar yfir meðallagi að lengd, nokkuð grannir og vel settir. Mjaltir mjög góðar og skapið gott. Heildareinkunn 110.

Í dreifingu og notkun frá Nautastöðinni er því núna 21 naut og státa þau af heildareinkunn frá 108 upp í 113. Flest eru þau fædd árið 2022 eða tólf talsins og fjögur þeirra eru fædd 2023. Það verður því ekki sagt annað en að erfðamengisúrvalið sé farið að virka af fullum þunga.

Þeir Reykhóll, Ísjaki og Miði munu berast í kúta frjótækna um land allt á næstu vikum eftir því hvenær sendingar sæðis frá Nautastöðinni fara fram en útsendingar sæðis eru á 2–6 vikna fresti eftir svæðum.

Á nautaskra.is er að finna upplýsingar um öll naut í notkun, m.a. sundurliðað erfðamat eftir eiginleikum. Erfðamatið er uppfært nokkuð ört, eða 2–3 sinnum í mánuði, og þá er það uppfært, bæði í Huppu og á nautaskra.is.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...