Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tækifæri til þátttöku í mótun nýrra aðferða við náttúruvernd á landbúnaðarsvæðum
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 17. apríl 2020

Tækifæri til þátttöku í mótun nýrra aðferða við náttúruvernd á landbúnaðarsvæðum

Höfundur: Sigurður Torfi Sigurðsson

Landeigendur standa í dag frammi fyrir ýmiss konar áskorunum varðandi umhverfismál og náttúruvernd. Þessar áskoranir felast í því hvernig nýta skuli land og náttúruleg gæði þess á skynsaman og sjálfbæran hátt án þess að skerða lífríki og náttúruleg vistkerfi. Alls staðar í heiminum er verið að þróa aðferðafræði sem fela í sér mótvægisaðgerðir gegn hlýnun jarðar og hnignun líffræðilegs fjölbreytileika þar sem verndun og endurheimt náttúrulegra vistkerfa gegnir þar lykilhlutverki, t.d. með endurheimt gróðurs og  votlendis.

Bændur eru þarna í lykilhlutverki þar sem þeir eru víðast þeir einstaklingar sem eru stærstu landeigendurnir, en víða um heim hefur náðst umtalsverður árangur í náttúruvernd og endurheimt sem byggir á samvinnu bænda og opinberra aðila.

Sigurður Torfi Sigurðsson
verkefnisstjóri LOGN.

Verkefnið LOGN 2020 (landbúnaður og náttúruvernd) er tilraunaverkefni og beint framhald af verkefninu „Landbúnaður og náttúruvernd“ sem unnið var á sl. ári.  Aðalmarkmið verkefnisins er að fá áhugasama bændur til að vinna að áætlun fyrir sína jörð og búrekstur þar sem skilgreindar verða aðgerðir sem fela í sér samþættingu landbúnaðar og náttúruverndar. Jafnframt á að kanna samlegðaráhrif verkefnanna og hvaða hagrænu gildi þau hafa fyrir bændur. Verkefnin sem bændur vinna geta verið af ýmsum toga, en hver þátttakandi setur upp sína eigin verkefnisáætlun sem byggir á sérstöðu og einkennum svæðisins og þeim búrekstri sem þar er stundaður. Verkefnin geta hvort tveggja verið fyrir afmörkuð svæði á bújörðinni eða áætlun fyrir búreksturinn í heild sinni. Sem dæmi um verkefni má nefna:

  • Verkefni sem snúa að samspili manns og náttúru, t.d. áætlun um búrekstur þar sem tekið verður tillit til fuglalífs eða ákveðinna vistgerða
  • Ýmis verkefni tengd endurheimt og verndun vistkerfa, t.d. endurheimt votlendis, uppgræðsla rofa eða endurheimt birkiskógar
  • Verkefni sem tengjast sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, t.d. nýting ræktunarlands, beitarstjórnun eða nýting annarra náttúrugæða
  • Verkefni tengt rannsóknum og fræðslu, t.d. vöktun, jafningjafræðsla eða kynning á landbúnaði til almennings

Í framhaldi verður verkefnið haft til hliðsjónar og notað til að móta aðferðir til náttúruverndar á landbúnaðarsvæðum og þ.a.l. kjörinn vettvangur fyrir bændur og áhugamenn um náttúruvernd til að hafa áhrif á stefnu í landnotkunar- og náttúruverndarmálum.

Svæðið sem fókusinn er settur á að þessu sinni er Mýrar í Borgarbyggð og sunnanvert Snæfellsnes eða í næsta nágrenni við svæði sem afmarkast af tillögu að náttúruminjaskrá, merkt Mýrar – Löngufjörur. Verkefnið er unnið í samstarfi við stofnanir fyrir verndun náttúru og nýtingu auðlinda.  Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. hefur umsjón með verkefninu, en það er unnið fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Hugmyndafræði LOGN

Ef rýnt er í erlend verkefni kemur í ljós að þar sem best hefur til tekist eru verkefni þar sem bændur taka virkan þátt í öllu ferli strax frá byrjun. Þarna er hugmyndin að verk­efni séu byggð að miklu leyti upp á þekkingu bænda, bæði á þeirra landi og verkþekkingu, en sérfræðingar opinberra fagstofnana veita ráðleggingar og aðstoð til að ná settum markmiðum.

Sú hugmyndafræði sem LOGN verkefni byggir á er sótt í erlenda aðferðafræði sem er kallaði HNV-landbúnaður (High Nature Value). HNV-landbúnaður er hugtak sem skilgreint er í Evrópu sem sérstakt landbúnaðar-umhverfisverndarkerfi. Skilyrði fyrir HNV er að landbúnaður sé stundaður samhliða náttúruvernd og hvort tveggja styðji við hvort annað. HNV er þ.a.l. rammi um náttúruvæna búskaparhætti, landbúnaðarland og náttúruvernd. LOGN myndar þ.a.l. eins konar brú á milli bænda og fagstofnana á sviði umhverfismála og náttúrufræða.

LOGN 2020, helstu verkþættir

Vinnu- og hugarflugsfundur:
Þessi fundur fór fram 12. mars sl. Upphaflega hafði verið boðað til hans sem staðarfundar á Hvanneyri en þegar sá í hvað stefndi  vegna útbreiðslu og til að riðla ekki áætlunum verkefnisins var brugðið á það ráð að breyta fyrirkomulaginu og setja upp sem netfund í staðinn. Á fundinn mættu um 30 manns sem var framar vonum þar sem boðað var til breytinganna með mjög stuttum fyrirvara og  fundarmenn sitt úr hvorri áttinni, en boðaðir voru bændur af svæðinu og sérfræðingar frá helstu fagstofnunum og félagasamtökum sem  tengjast málefninu. Fundinum var skipt í þrjá hluta, þeim fyrsta kynningu á efninu, síðan var skipt upp í hópavinnu þar sem hver hópur hélt sinn fund og í lokin komu allir saman aftur og farið var yfir niðurstöður hópavinnunnar.  

Kynningar fyrir íbúa svæðisins:
Þessar kynningar verða settar upp annars vegar með kynningarbæklingi sem sendur verður á hvert heimili á svæðinu í byrjun apríl og hins vegar með röð netfyrirlestra sem fara fram um miðjan apríl og fram í byrjun maí. Þarna verður fjallað um hugmyndafræðina sem verkefnið er byggt á, dæmi verða tekin úr erlendum verkefnum og stefnt er að því að fá aðila sem koma að þeim verk­efnum til að lýsa reynslu sinni. Þarna verður einnig farið yfir náttúrulega sérstöðu svæðisins og verndargildi þess, auk þess að miðla fræðslu og praktískum upplýsingum hvernig búrekstur og náttúru getur stutt hvort annað.

Fyrirlestrunum verður streymt á netinu þannig að hægt verður að taka þátt í rauntíma og er áætlað að þeir fari að jafnaði fram á virkum dögum og hefjist klukkan eitt e.h. Þeir sem vilja taka þátt í rauntíma sækja um að taka þátt í fundunum á vefsíðu RML og fá þá í framhaldi sent fundarboð í vefpósti. Dagskrá verður síðar auglýst á vefsíðu RML, www.rml.is

Val á þátttökubúum:
Verið er að leita eftir áhuga­sömum aðilum til að taka þátt í verkefninu. Einnig er verið senda út auglýsingar um þátttöku en áhugasamir eru hvattir til að setja sig í samband við verkefnastjóra LOGN hjá RML

Þátttakendur vinna verkefnin:
Gert er ráð fyrir því að þátttakendur vinni verkefnin eftir að áætlun sem þeir sjálfir setja upp í samráði við verkefnastjóra og sérfræðinga fagstofnana sem verkefnið mun tilheyra.  Bændur vinna verkefnin þ.a.l. á eigin forsendum og nýta þekkingu á aðstæðum.  Í þessum verkþætti verður mikilvægt að verkefnin verði sett upp á þann veg að þau falla sem best að daglegri rútínu þess sem vinnur verkefnið. Gert er ráð fyrir að þessi verkþáttur verði unninn núna í sumar. 

Árangur metin:
Í lok sumars verður farið yfir hvaða árangri verkefnið hefur skilað, hvort markmiðum hafi verið náð, hvort settir verkferlar hafi virkað og hvort verkefnið hafi skilað einhverjum hagrænum árangri.

Kynningar:
Verkefnin verða kynnt almenningi, þátttökubúin fá sérstaka kynningu hvert fyrir sig og kynnt verður ef sérstakar afurðir eða vöruþróanir hafi átt sér stað með tilstilli verkefnisins.

Áhugasamir hvattir til að hafa samband

Þeir sem hafa áhuga á að fá frekari upplýsingar um LOGN verkefnið og/eða hafa áhuga að taka þátt í verkefninu eru hvattir til að hafa samband við RML. Verkefnisstjóri LOGN er Sigurður Torfi Sigurðsson, netfang sts@rml.is, sími 516-5078 eða 776-8778.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...