Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri í Sagnagarði, fræðslu- og kynningarsetri Landgræðslunnar í Gunnarsholti.
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri í Sagnagarði, fræðslu- og kynningarsetri Landgræðslunnar í Gunnarsholti.
Mynd / ÁÞ
Á faglegum nótum 15. júní 2015

Reynsla okkar og aðferðir við endurheimt landgæða vekur athygli erlendis

Í Sagnagarði, fræðslu- og kynningarsetri Landgræðslunnar í Gunnarsholti, er sögu gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi gerð skil í máli og myndum. Sagt er frá baráttu við afleiðingar eldgosa og óblíð náttúruöfl. Saga frumherjanna í landgræðslu er rakin og barátta þeirra við vantrú almennings og starfinu var afar þröngur stakkur skorinn fjárhagslega. 
 
Greint er frá 100 ára sögu landgræðslustarfs á Íslandi og lýst helstu verkefnum í endurheimt landgæða og vistkerfa, gróðurvernd og alþjóðlegu samstarfi. Sagnagarður verður opinn daglega frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 9–17. Hægt verður að fá kaffi og meðlæti í Sagnagarði í sumar.
 
„Eitt af lögbundnum hlutverkum Landgræðslu ríkisins er að fræða almenning um landgræðslu og hvernig hún fléttast inn í menningu lands og þjóðar. Sagnagarður er hluti af þessu fræðslustarfi og er mikilvægur hlekkur í ferðaþjónustu á Suðurlandi. Við leggjum mikla áherslu á að fá hingað sem flesta gesti og auka þannig á vitund gesta um mikilvægi landgræðslustarfsins og virkja fólk til framtíðar í því mikilvæga starfi,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. 
 
Við Sagnagarð stendur eftir­líking af sofnhúsi og er það hluti af sýningunni í Sagnagarði. Þetta er eina hús sinnar tegundar á Íslandi en nokkrar tóftir er að finna á Suðurlandi. 
 
Sofnhús voru þau hús nefnd sem íslenska melfræið var verkað í, þurrkað og malað. Nafn sitt draga þau af melkorninu sem verkað var í hverri lotu en það nefndist sofn. Talið er að þessi  þekking hafi borist með landnámsmönnum frá Noregi og voru sofnhús víða í báðum Skaftafellsýslum og Rangárvallasýslu allt fram á síðustu öld.
 
„Við Íslendingar stöndum tæknilega og þekkingarlega vel að vígi á sviði landgræðslu. Reynsla okkar  og aðferðir við endurheimt landgæða vekur athygli erlendis og í nágrenni Gunnarsholts er að finna merki um flestar gerðir jarðvegseyðingar og árangur af endurreisnarstarfinu. Sagnagarður er miðstöð alþjóðlegs þekkingarseturs Landgræðslunnar. Fjöldi erlendra og innlendra vísindamanna munu dvelja í Gunnarsholti í sumar til lengri og skemmri dvalar við nám og fræðistörf.
 
 Víða um land er alvarleg gróðurjarðvegseyðing sem taka þarf á. Við verðum að hafa betur í baráttunni við jarðvegseyðinguna. Framtíð okkar sem þjóðar byggir meðal annars á því að við náum að græða upp landið og umgangast það með þeirri virðingu sem því ber. Enn er þó nokkuð langt í land að við getum sagt að við séum að nýta öll beitilönd okkar með sjálfbærum hætti, þó mikið hafi áunnist á því sviði,“ sagði Sveinn Runólfsson,landgræðslustjóri að lokum. 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...